Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 25
25
aftur í þróunarsögu mannsins. Í Literary Mind vék Turner að blöndun
(e. conceptual blending) sem bók hans og Gilles Fauconniers, The Way We
Think, fjallaði síðar ítarlega um.49
Kenningin um blöndun (e. blending) eða tengingu (e. binding) á sér
rætur í hugmyndum Fauconniers um hugrúm (e. mental spaces)50 og lík-
ingakenningum Lakoffs og félaga. Fauconnier telur að tvö ferli þurfi til
svo að merking rísi: Annars vegar þurfi að smíða hugrúm, hins vegar að
koma á tengingum á milli þeirra. Í hugrúmunum er tilteknum upplýs-
ingum skipað saman, þau verða til um leið og menn hugsa eða tala og
geta breyst jafnharðan og hugsunum eða tali vindur fram. Þegar blöndun
á sér stað koma við sögu að minnsta kosti fjögur hugrúm: tvö ílagsrúm (e.
input space) – sambærileg við upptakasvið og marksvið Lakoffs og Johnsons
– sem leggja hvort sitt til blandaða rúmsins (e. blended space), og almennt
rúm (e. general space) sem hefur að geyma það sem sameiginlegt er form-
gerðum beggja ílagsrúmanna.51 Auk upplýsinga hvort um sitt svið, geyma
ílagsrúmin bakgrunnsupplýsingar, menningarformgerðir, samhengi, sjón-
arhorn og annað í þeim dúr. Merkingarmyndunin felst í því að formgerðir
eru samþættar þannig að upp rís meira en summa þess sem lagt var upp
með.52 Sé kenning Fauconniers og Turners nýtt við greiningu, er einstefn-
an í vörpuninni hjá Lakoff og Johnson hvergi nærri og í blandaða rúminu
kunna að rísa upp formgerðir sem finnast í hvorugu ílagsrúmanna, svo að
það varpar jafnvel nýju ljósi á þekkinguna í upphaflegu ílögunum. Einfalt
dæmi, þar sem blandað er saman samtímaveruleika og þekktri frásögn í
biblíunni gæti verið: „Féhirðarnir héldu fénu svo vel til haga að fjárhirð-
arnir urðu mjög hræddir.“ Blöndunin kallar á að menn velti fyrir sér mun-
inum á féhirði og fjárhirði, ólíkri merkingu sem þeir kunna að leggja í „að
halda til haga“ og tvenns konar fagnaðarerindi sem hvergi er nefnt.
Samstarf Turners og Fauconniers – sem er menntaður í málvísindum,
49 Gilles Fauconnier og Mark Turner, The Way We Think: Conceptual Blending and the
Mind’s Hidden Complexities, New York: Basic Books, 2002.
50 Sjá t.d. Gilles Fauconnier, Mental Spaces, Cambridge: Cambridge University Press,
1994 [1985].
51 Hér skal vakin athygli á að dálítill munur er á þýðingum mínum og Bergsveins
Birgissonar (í þessu hefti) á blöndunarhugtökum.
52 Sbr. Vyvyan Evans, A Glossary of Cognitive Linguistics, Edinborg: Edinburgh Uni-
versity Press, 2007, bls. 12; sjá einnig Bergljót Soffía Kristjánsdóttir, „Að „lykta úr
opinni Nifjakremsdós“: Um hugræna bókmenntafræði og Hversdagshöllina“, Af
jarðarinnar hálfu, ritstj. Jón Karl Helgason og Torfi Tulinius. Reykjavík: Háskóla-
útgáfan, bls. 42–48.
„HOLdIð HEFUR VIT“