Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 26
26
stærðfræði og eðlisfræði – er fyrirtaksdæmi um hve vel getur tekist til
þegar menn úr ólíkum hugrænum greinum leggjast á eitt. Bók þeirra hefur
reynst uppspretta að fjölmörgum verkum, ekki aðeins um bókmenntir
heldur einnig á sviði gervigreindarfræða, sálfræði og stærðfræði svo að
eitthvað sé nefnt. 53
2. Hugræn skáldskaparfræði
Eins og komið hefur fram hafa málfræðingar mjög sett mark sitt á hug-
ræna bókmenntafræði, og þeir hafa unnið að rannsóknum á skáldskap
ekki síður en bókmenntafræðingar. Því er ekki að undra að stílfræði hefur
verið fyrirferðarmikil á fræðasviðinu. Fyrsta kennslubókin sem út kom um
efnið, Cognitive Poetics: An Introduction eftir Peter Stockwell, segir lestur
meginviðfangsefnið og gerir skipulega grein fyrir ýmum lykilhugmyndum
um vitsmunastarf, t.d. fígúru og grunni (e. figure, ground) dæmigerðum,
vitsmunabendivísun (e. cognitive deixis), hugtakslíkingum, uppskriftum og
skemum/mótum (e. scripts, schemas), jafnframt því sem hún fjallar um hug-
ræna málfræði, orðræðu- og textaheima og skilning bókmennta.54 Hún
vitnar um löngun til að endurnýja stílfræði með skilningi hugrænna fræða
á mannshuganum og viðtökum bókmennta. Stockwell kennir sjálfur bók-
menntamálvísindi og hefur beinlínis haldið því fram að líta beri á hugræn
skáldskaparfræði sem nýjustu framrás stílfræði; hann sér líka fyrir sér að
þegar fram í sæki verði mælskufræði þungamiðja bókmenntarannsókna, og
getur því talist sporgöngumaður Marks Turner.55
Stílfræði er að sönnu nauðsynleg, ætli menn að gera skil þeim merk-
ingarmöguleikum sem texti býr yfir, en bókmenntamönnum þykir sjón-
53 Sjá t.d. Francisco Câmara Pereira, Creativity and Artificial Intelligence: A Conceptual
Blending Approach, Berlín: Mouton de Gruyter, 2007; Chris Sinha, „Blending
out of the background: Play, props and staging in the material world“, Journal of
Pragmatics 10/2005, bls. 1537–1554 og Rafael E. Núñez, „Creating mathematical
infinities: Metaphor, blending, and the beauty of transfinite cardinals“, Journal of
Pragmatics, 10/2005, bls. 1717–1741.
54 Sjá Peter Stockwell, Cognitive Poetics. – Seinna kom út greinasafn sem nota mátti
með þessari bók, Cognitive Poetics in Practice, ritstj. Joanna Gavins og Gerard Steen,
London og New York: Routledge, 2003.
55 Sjá Peter Stockwell, „Cognitive Poetics and Literary Theory“, Journal of Literary
Theory 1/2007, bls.1. – Í nýrra verki ítrekar Stockwell að hugræn skáldskaparfræði
eigi að ganga á vegum stílfræðihefðarinnar, sjá Texture: A Cognitive Aesthetics of
Reading, Edinborg: Edinburgh University Press, 2009, bls. 3.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR