Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 27
27
arhorn málvísindamanna stundum nokkuð þröngt.56 Á hinn bóginn hefur
samþætting vinnubragða úr ólíkum greinum líka opnað nýjar gáttir og
orðið til þess að rannsóknarsvið hugrænna skáldskaparfræða er vítt. Það
spannar allt frá formlegri greiningu – t.d. á grunni málsafna/textasafna
– til greiningar sem tekur mið af menningarfræði, svo að ekki sé minnst
á empírískar rannsóknir á viðtökum en skiptar skoðanir eru um hvort og
hvernig þær nýtist í bókmenntafræði.57
Bókmenntafræðingurinn david Miall og sálfræðingurinn don Kuiken
hafa um árabil stundað empírískar rannsóknir á lestri. Miall hefur einnig
skrifað um margvísleg efni sem snúa að lesendaviðbrögðum og kemur þá
hugmyndum sínum á framfæri í samræðu við sálfræðinga eins og Keith
Oatley, taugalækna eins og damasio og Vittorio Gallese og heimspekinga
eins og Mörtu Nussbaum.58 Miall brýnir fyrir lesendum sínum að emp-
írískar rannsóknir miði ekki að því að prófa túlkanir texta, heldur auka
skilning á sálfræðilegum aðstæðum sem greiða veg túlkunar.59 En í sömu
mund bendir hann á að niðurstaða lesturs hjá þeim sem lesa skáldskap sér
til yndisauka sé ekki endilega túlkun, og hugræn skáldskaparfræði verði
líka að kanna það nánar.60 Málið snýst um lykilatriði, þ.e. að bókmenntir
hafa ekki aðeins merkingu heldur eru þær líka eitthvað, og orka á les-
endur í krafti hvors tveggja. Umdeilt er hvort þær hafi séreinkenni sem
önnur málsamskipti hafa ekki, sbr. hugmyndir Turners um bókmennta-
hugann. Miall og Kuiken hafa í tengslum við empírískar rannsóknir sínar
stungið upp á að sum tilfinningaferli einkenni aðeins bókmenntalestur.61
Rannsóknir þeirra veita innsýn í ýmis atriði í viðtökum bókmennta, sem
56 Sjá t.d. ummæli um Cognitive Poetics Stockwells, og Cognitive Poetics in Practice, F.
Elizabeth Hart, „The View of Where We’ve Been and Where We’d like to Go“,
College Literature 1/2006, bls. 228.
57 Peter Stockwell efast t.d. um gildi empírískra rannsókna og telur að þær feli í sér að
litið sé á bókmenntir sem hver önnur upplýsingagögn, sjá Peter Stockwell, Cognitive
Poetics, bls. 6.
58 Sjá t.d. david S. Miall, Literary Reading: Empirical and Theoretical studies, New York:
Peter Lang Publishing Inc., 2007.
59 Sjá david S. Miall, „Cognitive Poetics: from Interpreting to Experiencing what is
Literary“, Paper prepared for Anglistentag 2007, 23.–26. September, University
of Münster, Germany. Sótt – og vitnað með leyfi höfundar – 22. júlí 2011 af http://
www.ualberta.ca/~dmiall/reading/Miall_Anglistentag_2007.htm.
60 david S. Miall, „Empirical Approaches to Studying Literary Readers: The State
of the discipline“, Book History 1/2006, bls. 291–311.
61 david S. Miall og don Kuiken, „A Feeling for Fiction: Becoming What we
Behold“, Poetics 4/2002, bls. 221–41 (sjá bls. 222).
„HOLdIð HEFUR VIT“