Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 31
31
3. Hugræn frásagnarfræði
Eftir að sú hugmynd breiddist út að frásögnin væri meðal grundvallarform-
gerða í mannlegri hugsun, hefur frásagnarfræði blómstrað og teygt sig inn
á fræðasvið þar sem áður fór lítið fyrir henni.72 Hugræn frásagnarfræði
hefur þá líka dafnað og vaxið. Hún er einn angi póstklassískrar frásagn-
arfræði73 sem svo er nefnd til aðgreiningar frá hinni klassísku, ekki síst í
strúktúralismanum og táknfræðinni. Aðrir angar póstklassísku frásagnar-
fræðinnar eru t.d. sá sem leitar sérkenna og sameinkenna frásagna í ólíkum
miðlum og mætti kalla þvermiðla (e. transmedial narratology), svo og ónátt-
úruleg frásagnarfræði (e. unnatural narratology) svokölluð, en hún gerir upp
við þá hugmynd að „náttúruleg“ frásögn sem miðast við veruleikann sé hin
dæmigerða, og fæst við frásagnir sem ganga á einhvern hátt í berhögg við
veruleikaskynjun manna.74 Þessar þrjár greinar frásagnarfræðinnar leika
nú gjarna saman. Í sömu mund og hugræna frásagnarfræðin tekur mið
af einkennum hugar- og heilastarfs sem skipta máli þegar frásagnir eiga
í hlut, glímir hún líka við frásögnina í ólíkum miðlum, og ónáttúrulegar
frásagnir hefur hún látið til sín taka þannig að gagn hefur verið að.75
Frásagnarfræðin sjálf hefur sem kunnugt er þróast svo að hún spannar
miklu víðara svið en fyrr. Hún er gjarnan talin taka til texta sem eru skipu-
72 Sjá t.d. Jerome Bruner, „The Narrative Construction of Reality“, Critical Inquiry
1/1991, bls. 1–21. – Um frásagnarfræði víðar en í bókmenntafræði, sjá t.d. Monika
Fludernik, „Histories of Narrative Theory (II): From Structuralism to the Pre-
sent“, A Companion to Narrative Theory, ritstj. James Phelan og Peter J. Rabinowitz,
Malden MA: Blackwell Publishing, 2008, bls. 47.
73 Nafnið póstklassískur er frá david Herman, sjá „Scripts, Sequences, and Stories:
Elements of a Postclassical Narratology“, PMLA 5/1997, bls. 1046–1059.
74 Um póstklassíska frásagnarfræði, sjá t.d. Postclassical Narratology: Approaches and
Analysis, ritstj. Jan Alber og Monika Fludernik, Columbus: The Ohio State Uni-
versity Press, 2010; um þvermiðla frásagnarfræði, sjá Marie-Laure Ryan, „On the
Theoretical Foundations of Transmedial Narratology“, Narratology beyond Literary
Criticism; Mediality. Disciplinarity, Narratologia 6, ritstj. Jan Christoph Meister,
Berlin og New York: Mouton de Gruyter, 2005; um ónáttúrulega frásagnarfræði,
sjá Jan Alber og Rüdiger Heinze, „Introduction“, Unnatural Narratives – Unnat-
ural Narratology, ritstj Jan Alber og Rüdiger Heinze, Berlin og Boston: Walter de
Gruyter, 2011, bls. 1–19.
75 Sjá t.d. david Herman, „directions in Cognitive Narratology: Triangualating
Stories, Media and the Mind“, Postclassical Narratology, bls.137–162 og samræð-
ur Moniku Fludernik, Jans Alber o.fl., sbr. Monika Fludernik „How Natural Is
“Unnatural Narratology”; or, What Is Unnatural about Unnatural Narratology?“,
Narrative 3/2012, bls. 247–259 og Jan Alber, Stefan Iversen, Henrik Skov Nielsen
og Brian Richardson, „What Is Unnatural about Unnatural Narratology?: A
Response to Monika Fludernik“, sama heimild, bls. 371–382.
„HOLdIð HEFUR VIT“