Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 32
32
lagðir sem frásögn, hvort sem það er skáldsaga, ljóð, leikrit, kvikmynd,
samræða, sagnfræði, myndasaga eða tölvuleikur. Aðferðirnar eru nú líka
miklu fjölbreyttari en í strúktúralismanum. Undir lok síðustu aldar var
farið að tala um samtímafrásagnarfræði í fleirtölu (e. narratologies) og þar
með sett á oddinn að ekki væri um eitt og samstætt fræðasvið að ræða.76
Hvorttveggja, víkkun rannsóknarsviðsins – ekki síst frásögnin í ólíkum
miðl um og bókmenntagreinum (e. transgeneric narratology) – og breyttar
aðferðir, hefur orðið til þess að allrasíðustu ár hafa menn fengist við að
skilgreina frásagnarfræðina upp á nýtt miðað við breytta menningu og
breytta sýn.77 Enn nota þeir þó orðið frásagnarfræði – í eintölu! – ýmist í
þröngri eða víðri merkingu.
Enska nafnið yfir „hugræna frásagnarfræði“ mun Manfred Jahn hafa sett
fram fyrstur manna árið 1997.78 Árinu fyrr birtist verk Moniku Fludernik
Towards a Natural Narratology sem hefur líklega að geyma heilsteyptustu
kenninguna innan hugrænnar frásagnarfræði. Í bókinni sækir Fludernik
m.a. til orðræðugreiningar og umfjöllunar Jonathans Culler um að gera
texta náttúrulegan (e. naturalization), þ.e. ferlið þegar lesendur samþætta
það sem orkar framandi eða sem frávik í texta, orðræðugerðum eða menn-
ingar- og bókmenntalíkönum sem eru í einhverjum skilningi náttúruleg
og auðlesin.79 Fludernik leggur fram aðferð sem á að hrökkva til að lýsa
frásögnum af öllu tagi. Því ræðir hún um munnlegar frásagnir jafnt sem
76 david Herman, „Introduction“ Narratologies: New Perspectives on Narrative Analysis,
ritstj. david Herman, Columbus: Ohio State University Press, 1999, bls. 1–30.
77 Sjá t.d. david Herman, „Introduction“, The Cambridge Companion to Narrative,
ritstj. david Herman, Cambridge: Cambridge University Press, 2007, bls. 3–21;
Marie-Laure Ryan, „Toward a definition of Narrative“, The Cambridge Comp-
anion to Narrative, bls. 22–35 ; sama, „Narration in Various Media“, Handbook of
Narratology, ritstj. Peter Hühn o.fl., Narratologia 19, Berlin: Walter de Gruyter,
2009, bls. 263–81 og „From Narrative Games to Playable Stories: Towards a
Poetics of Interactive Narrative“, Storyworlds: A Journal of Narrative Studies 1/2009,
bls. 433–60; sjá einnig: Ansgar Nünning, „What is Narratology: Taking Stock of
Recent developments, Critique and Modest Proposals for Future Usages of the
Term“, What Is Narratology?, Questions and Answers Regarding the Status of a Theory,
Narratologia 1, ritstj. Tom Kindt og Hans-Harald Müller, Berlín og New York
2003: Walter de Gruyter, bls. 239–275.
78 Sjá Jens Eder, „Narratology and Cognitive Reception Theories“, What Is Nar-
ratology?, bls. 282 og Manfred Jahn, „Frames, Preferences, and the Reading of
Third-Person Narratives: Toward a Cognitive Narratology,“ Poetics Today 4/1997,
bls. 441–68.
79 Sjá Jonathan Culler, Structuralist Poetics: Structuralism, Linguistics and the Study of
Literature, London og Henley: Routledge & Kegan Paul, 1975, bls. 134–160.
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR