Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 33
33
ritaðar og þræðir sig raunar um breska bókmenntasögu frá miðöldum til
samtímans, og hugar ekki aðeins að skáldsögum frá ýmsum tímum heldur
einnig tilraunaleikverkum og ljóðum. Fludernik telur að frásögnin verði
til í viðtökuferli; hana skapi menn í krafti skema eða vitsmunalegra þekk-
ingarformgerða sem þeir nýti á frásagnir í hversdagslífi sínu þannig að
munnlega frásögnin megi kallast hin dæmigerða. Það sem gerir frásagn-
ir að frásögnum er þar með ekki fléttan eða sögumaðurinn, heldur það
sem mætti nefna reynd eða reynslusjóð (e. experientiality) þeirra, þ.e. sú
mennska reynsla sem er bundin þeim.80 Fludernik kallar það frásagn-
armyndun (e. narrativization) þegar menn lesa texta, ljá honum eigindir
frásagna og staðfesta þannig að hann miðlar reynd. Reynd tekur ekki til
forms, heldur spannar þætti sem marka viðtökur lesenda. Meginatriði í
henni er kjarni eða grípandi (e. point) frásagnarinnar – það sem grípur
lesendur, t.d. hrífandi eða smellin lok brandara – og samspil hans við það
sem gerir hana fréttnæma eða frásagnarverða (e. tellability).81 Kenningu
sína hefur Fludernik þróað með ýmsum hætti. Hún hefur t.d. brugðist
við gagnrýni með því að fjalla nánar um vitsmunaeinkennin, sem hún
setti upphaflega á oddinn (dæmigerðir, samhæfingu ósamræmis o.fl.), og
ræða hversu altæk kenning sín kunni að vera; hún hefur einnig gert tillögu
um mismunandi stig reyndar í tengslum við sögulega frásögn (e. historical
narrative).82 Ónáttúrulega frásagnarfræðin, sem fyrr var á minnst, má í
andófi sínu við hina náttúrulegu kallast beint framhald hennar og með
henni deilir hún áhuganum á vitsmununum.
Hugræn frásagnarfræði á drjúgan þátt í þeirri endurskoðun sem orðið
hefur innan frásagnarfræðinnar. Má þá einu gilda hvort um er að ræða
frásögnina (e. narration), höfund, innbyggðan höfund og sögumann; tíma,
80 Monika Fludernik, Towards a Natural Narratology, London: Routledge, 1996, bls.
12–13 (t.d.). – Um kenningar Fludernik hefur Ásta Kristín Benediktsdóttir fjallað,
sjá Ásta Kristín Benediktsdóttir. „„Form og stíll örðugt viðfangs“: Fjölradda
frásagnir og Lifandi vatnið – – – eftir Jakobínu Sigurðardóttur“, Ritið 1/2012, bls.
183–201. Ásta notar orðið „reynslusjóður“ um experientiality.
81 Monika Fludernik, Towards a Natural Narratology, bls. 24–30.
82 Monika Fludernik „Natural Narratology and Cognitive Parameters“, Narrative
Theory and the Cognitive Sciences, Cambridge: Cambridge University Press, 2003,
bls. 243–267 og „Experience, Experientiality and Historical Narrative: A View
from Narratology“, Erfahrung und Geschichte: Historische Sinnbildung im Prä-
narrativen, Narratologia 23, ritstj. Thiemo Breyer og daniel Creutz, Berlín og
New York: Walter de Gruyter, 2010, bls. 40–72.
„HOLdIð HEFUR VIT“