Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 34
34
fléttu og framvindu; söguheim, persónur, lesendur og viðtökur.83 Framan
af sóttu hins vegar margir sem fengust við hugræna frásagnarfræði frek-
ast til málvísinda, sálfræði og gervigreindarfræða og voru svo uppteknir
af að endurskoða einkenni skáldskaparins að þeir hirtu ekki nægilega um
ýmis atriði önnur, t.d. hinn líkamsmótaða huga og mannsheilann, sögu og
menningu.
dæmigerðarkenningar hafa verið hátt skrifaðar í hugrænni frásagn-
arfræði, svo að ekki sé minnst á skemu, ramma/virki og uppskriftir, en allt
hefur þetta verið nýtt til að sýna að einkenni frásagnar séu kvik en ekki
óhagganleg og þau verði því að skoða bundin samhengi og viðtökum. Um
slík atriði hefur Jahn t.d. fjallað en hér skal tekið dæmi af david Herman.84
Hann hefur litið á frásagnarfræði samtímans sem beint framhald klassísku
frásagnarfræðinnar, þar sem bætt sé við skilningi og greiningaraðferðum
sem henni voru ekki tiltæk. Greiningartæki sín sækir hann til hugfræða,
heimspeki, orðræðu- og félagssálfræði og hefur lagt sig sérstaklega fram
um samþættingu málvísinda og frásagnarfræði. Það á t.d við um rit hans
Story Logic (2002). Þar ætlar hann að skýra einkenni frásagna nánar en fyrr
hefur verið gert en sýna um leið hvernig fólk fer að því að skilja þær. Hann
gerir þá ráð fyrir að það geri sér hugarlíkön (e. mental models), svokallaða
söguheima, þegar það les.85 Söguheimarnir ráðast af viðbrögðum lesenda
við vísbendingum í textanum, almennri reynslu þeirra, þekkingu á því sem
þegar hefur komið fram, væntinga til bókmenntagreinar o.fl. En lykilatriði
er hvernig menn nýta sér þá þekkingu sína af heiminum sem geymd er í
mótum, römmum/virkjum og uppskriftum.86
Það má hafa til marks um þróunina í hugrænni frásagnarfræði að í
nýlegri bók Hermans, Basic Elements of Narrative, leggur hann ríka áherslu
á að hugræn frásagnarfræði sé þvermiðla og víkur t.d. einnig að kenningum
Clarks og Gallaghers um líkamsmótun vitsmunanna, en þær koma ekki
við sögu í Story Logic.87 Margvíslegir miðlar, en ekki síður heimspeki hins
líkamsmótaða huga, sækja með öðrum orðum á. Með tilliti til hins síðar-
83 Sbr. hlut david Hermans í Narrative Theory: Core Concepts and Critcal Debates, Col-
umbus: Ohio State University, 2012.
84 Sjá t.d. Manfred Jahn, „Frames, Preferences, and the Reading of Third-Person
Narratives: Toward a Cognitive Narratology“, bls. 441–68.
85 david Herman, Story Logic, Lincoln og London: Universty of Nebraska Press,
2002, bls. 5–6 og 9–13 (t.d).
86 Sama heimild, bls. 87–103.
87 david Herman, Basic Elements of Narratology ,Oxford: Wiley–Blackwell, 2009, bls.
153 (Clark) og 158 (Gallagher).
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR