Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 35
35
nefnda skiptir kannski máli að milli hinna tveggja bóka Hermans komu út
verk höfunda þar sem miklu varða áhrif úr annarri átt en frá málvísindum
og skema- eða rammafræðum, til að mynda bók Alans Palmer, Fictional
Minds (2004). Þar heldur Palmer því fram að smíð hugar (e. mental const-
ruction) persóna hjá sögumönnum og lesendum sé lykilatriði í því að menn
átti sig á hvernig frásögn virki (e. works) enda séu skáldsögur lýsing á hug-
arstarfsemi (e. mental functioning). Palmer ræðir sérstaklega samhugsun (e.
intermental thought) sem einkennir tilteknar persónur eða hóp og er and-
stæða eintaklings- eða einkahugsunar, enda þykja honum bókmenntafræð-
ingar ekki hafa hirt nægilega um þá þætti hugans sem blasa við og tengjast
atferli, félagslegum samskiptum og öðru í þeim dúr. 88 Um þessa þætti
fjallar hann nánar í seinni verkum og gerir þá frekari grein fyrir félags-
huganum (e. social mind) – sem er samheiti yfir þá alla – en samhugsunin
er eitt helsta einkenni hans.89 Palmer nýtir sér rammakenningar, en hann
tekur m.a. mið af hugmyndum Clarks um hinn víkkaða huga og sækir til
taugafræði, öfugt við þá höfunda sem fyrr hafa verið nefndir. Hann er að
því leyti tengdur höfundum sem vikið verður að í næsta kafla.
Þeir sem fengist hafa við hugræna frásagnarfræði skrifa nú líka undir
merkjum hugrænnar menningarfræði, þannig að nánari samþætting svið-
anna sem hugræn frásagnarfræði ætti að fást við (bókmenntir – líkamsmót-
aður hugur og heili – menning, saga) virðist á góðri leið.
4. Hugræn fagurfræði – hugræn siðfræði; hugræn söguhyggja –
hugræn menningarfræði
Enda þótt menn í hugrænni bókmenntafræði hafi verið uppteknir af lestri
og viðtökum, hafa skrif um þau oft sneitt hjá fagurfræði og siðfræði, m.a.
af því hve margir sóttu lengi vel til gervigreindarfræða og hugsuðu fyrr
um huga viðtakenda en samspil hans við heila þeirra og taugakerfi. Þegar
fjallað er um fagurfræði og siðfræði viðtakna skipta þættir eins og að sjá
fyrir hugskotssjónum sér, geðshræringar, tilfinningar og samlíðan meg-
inmáli, þ.e. atriði þar sem taugafræði hefur mikið til málanna að leggja.
Ellen Esrock gerði strax árið 1994 grein fyrir rannsóknum á „hugskotssýn-
inni“ og ýmsir hafa skrifað um tilfinningar og geðshræringar með hliðsjón
88 Alan Palmer, Fictional Minds, Lincoln: University of Nebraska, 2004, bls. 11 og
218–229.
89 Sjá t.d. Alan Palmer, Social Minds in the Novel, Columbus: Ohio State University
Press, 2010. – Tekið skal fram að þessi bók er að mestu safn eldri greina frá
2005–10.
„HOLdIð HEFUR VIT“