Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 39
39
samvinna sér vart sinn líka í bókmenntafræði.102 Zunshine ritstýrir hins
vegar Introduction to Cognitive Cultural Studies þar sem viðfangsefnin eru
bókmenntaleg algildi, hugræn söguhyggja, hugræn frásagnarfræði og hug-
ræn sjónarmið í samræðu við önnur viðhorf (eftirlendufræði, vistrýni, fag-
urfræði og póststrúktúralisma).103 Í inngangi bókarinnar leiðir Zunshine
rök að því að „nýleg hugræn menningarkenning“ sé framhald menningar-
fræðinnar sem Raymond Williams og Birminghamskólinn stóðu fyrir.104
Þeir þræðir sem nefndir hafa verið hér á undan eiga eflaust eftir að gildna
og styrkjast á komandi árum. En þeir kunna líka að fléttast saman við
aðra sem menn eiga ekki von á. Að minnsta kosti hirðir Antonia Harbus í
glænýrri bók ekki um þótt þeir sem ganga á vegum hugrænnar menningar-
fræði hafi einatt aðra sýn en hinir sem sækja til hugrænna málvísinda og
orðræðufræði. Harbus nýtir sér í túlkun sinni allt í senn: skrif um texta-
heima, metafórur, blöndun, hugmyndir hugrænnar menningarfræði og
ýmis sjónarhorn hugrænna fræða á sjálfsævisögulegt minni, sjálf og geðs-
hræringar.105
IV Lokaorð
Hér hefur verið reynt að draga upp í grófum dráttum mynd af hugrænni
bókmenntafræði og ýmsum kenningum sem hún hefur sótt til. Aðferðir
hennar vekja ekki hrifningu allra106 en hún hefur ótvírætt auðgað bók-
mennta- og menningarrannsóknir. Breytingar á fræðasviðinu hafa verið
örar, nú beinist áhuga ýmissa t.d. frekast að því hvernig nýta megi rann-
sóknir taugafræði og líffræði til að dýpka skilning á bókmenntum. Vera
má líka að innan skamms verði menningarfræðin fyrirferðarmesta greinin,
kannski ásamt þvermiðla fræðum. En mestumvert er að líkamsveran mað-
urinn og útistöður hans við náttúru og menningu skipi áfram sinn sess í
skáldskaparrannsóknum og hin sérstöku mót skáldskapar og menningar í
líkamsmótuðum huga verði í brennidepli.
102 The Emergence of Mind: Representations of Consciousness in Narrative Discourse in
English, ritstj. david Herman, Lincoln: University of Nebraska Press, 2011.
103 Introduction to Cognitive Cultural Studies, bls.vii–viii.
104 Sama heimild, bls. 9–15.
105 Antonia Harbus, Cognitive Approaches to Old English Poetry, Cambridge: d.S.
Brewer, 2012.
106 Samantekt um megingagnrýniþætti, sjá Jens Eder, „Narratology and Cognitive
Reception Theories,“ What Is Narratology?, bls. 285.
„HOLdIð HEFUR VIT“