Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 40
40
Ú T d R Á T T U R
„Holdið hefur vit“
eða „Við erum ekki kýr á beit í haga skilnings og þekkingar!“:
Um líkamsmótað vitsmunastarf og hugræna bókmenntafræði
Í greininni er hugræn bókmenntafræði kynnt og gerð grein fyrir ýmsu því sem hef-
ur mótað hana. Fyrst er fjallað er um líkamsmótun vitsmunanna og ýmsar kenningar
um hana – ekki síst reynsluraunsæi Lakoffs og Johnsons – svo og mismunandi af-
stöðu þeirra sem ganga á vegum hugrænnar bókmenntafræði til slíkra kenninga og
ýmissa strauma í bókmenntarannsóknum. Með þeim hætti er í upphafi leitast við að
sýna hver sérstaða hugrænnar bókmenntafræði er. Þá er sjónum beint að nokkrum
öngum hugrænnar bókmenntafræði. Sagt er frá tveimur brautryðjendum hennar,
þeim Reuven Tsur og Mark Turner, en frekari umfjöllun um hana skipt í þrjá kafla.
Hinn fyrsti snýst um hugræn skáldskaparfræði, – sem eru skilgreind sem hugræn
stílfræði og hugræn bókmenntafræði er fæst einkum við ljóðlist. Einkennum hug-
rænna skáldskaparfræða er lýst, m.a. með dæmum um hugræna stílfræði, empírískar
rannsóknir og þó ekki síst með skírskotun til skrifa um metafórur og blöndun. Í
kafla um hugræna frásagnarfræði er hins vegar vikið að breytingum á frásagnarfræði
almennt síðustu fimmtán ár og hlut hinnar hugrænu í þeim, sagt er frá brautryðj-
andaverki Moniku Fludernik og þróun á sviðinu lýst með stuttri umfjöllun um verk
fáeinna annarra höfunda. Loks er reynt að sýna hvert hugræn bókmenntafræði virð-
ist stefna þegar rætt er um allt í senn, hugræna fagurfræði og hugræna siðfræði; hug-
ræna söguhyggju og hugræna menningarfræði og dæmi tekin af völdum höfundum.
Lykilorð: líkamsmótun vitsmunanna – hugræn bókmenntafræði – hugræn skáldskap-
arfræði – hugræn frásagnarfræði – hugræn söguhyggja/ menningarfræði
A B S T R A C T
„The mind of flesh“
or „We are not cows grazing on the pasture of knowledge!“:
Of embodied cognition and cognitive literary criticism
The aim of this article is to introduce cognitive literary studies and mention some
factors shaping them. It starts off with various theories of embodied cognition – not
least the experiential realism of Lakoff and Johnson – as well as the diverse attitudes
of the advocates of cognitive literary studies to such theories and assorted trends in
literary criticism. The purpose of this is to try to show the special status of cognitive
literary studies. Then the focus shifts to a number of their budding branches. Two
pioneers are mentioned, Reuven Tsur and Mark Turner, but a more detailed discus-
BERGljót Soffía KRiStjánSdóttiR