Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 43
43
Bergsveinn Birgisson
Stuttur kveikur Skalla-Gríms
Tvær umþenkingar um hugræn fræði
I Inngangsorð
Fyrsta orðið sem dóttir mín lærði var „ulla“. Orðið var tengt hreyfingunni
að reka út úr sér tunguna. Eitt sinn er við ókum í bílnum og ég skipti um
geisladisk, heyrðist úr baksætinu: „ulla, ulla!“ Máli sínu til rökstuðnings
benti hún á geisladiskinn. Hún var að segja að geislaspilarinn (eða bíllinn)
væri að „ulla“, með því að reka út úr sér hlutinn. Þarna var dóttir mín nán-
ast ómálga.
Samkvæmt skilgreiningu hugfræða bjó hún til líkingu (e. metaphor), af
þeirri ástæðu að hún skildi „eitt í gegnum annað“.1 Hún yfirfærði (e. proj-
ected) eina hreyfingu yfir á aðra, og í ljósi þess að með þessum hreyfingum
eru viss líkindi, þ.e. eitthvað sem er inni, stingst út, tókst mér að skilja hvað
hún ætti við. Hún gaf mér það sem kallast í líkingafræðum „grounds“, eða
það sem Þorsteinn Gylfason kallar rök, fyrir líkingu sinni. Í líkingu hennar
má einnig finna það skipulagskerfi (e. systematicity) sem öll önnur líkinga-
hugsun býr yfir.2 Í fyrsta lagi er eitthvað sem passar ekki í líkingunni, t.d.
eru geisladiskur og mannstunga afar ólík að formi. En þetta stendur ekki
í vegi fyrir skilningi, því bæði líkingasmiður og líkingamóttakandi eru
sammála um að dylja (e. hide) það sem passar ekki. Um leið er í líkingunni
kastað ljósi á hreyfingu tveggja óskyldra fyrirbæra (e. highlighted). Þessi
samanburður sem líkingin býður heim myndar nægileg rök svo aðrir geta
skilið.
Skilgreiningu Þorsteins Gylfasonar á líkingu svipar mjög til fyrrnefndr-
ar kjarna-skilgreiningar innan hugfræða, ef litið er framhjá því að hann
1 „The essence of metaphor is understanding and experiencing one kind of thing
in terms of another“. George Lakoff og Mark Johnson, Metaphors We Live By,
Chicago: The University of Chicago Press, 2003 [1980], bls. 5.
2 Sama heimild, bls. 10–13.
Ritið 3/2012, bls. 43–66