Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 56
56
Sigurður Nordal að Egill sé meðal þeirra stórviða „sem vonlaust er að
skýra frá rótum ... síðasta orðið [verður]: Sjáið manninn!“40
Þetta minnir ekki aðeins á fræga klausu hafða eftir Halldóri Laxness, að
Íslendinga setji alltaf hljóða þegar kemur að kjarna máls, heldur myndi slík
afstaða vera í algerum blóra við innsæi hugrænna fræða í mannshugann.
Snilldin í skáldskap Egils verður einmitt fyrst sýnileg þegar hún er krufin
og það greint hvernig hið sértæka skilur sig frá því almenna í skáldlist
hans. Þetta mun og aldrei mögulegt nema menn kryfji líkingamál hans,
þar sem skáldlist dróttkvæða líkt og skáldlist allra annarra ljóðahefða, hlýt-
ur að vera falin í líkingunum.
Nú er þó ekki svo að skilja að hugræn fræði geti gefið öll svör er kemur
að krufningum á fagurfræði skáldlegra líkinga. Hvort sem litið er til hug-
takslíkingafræða eða blöndufræða er þar aðeins um grundvallargreining-
artæki að ræða. Þegar þessi grunnur er lagður verður maður að leita til
eldri skáldskaparfræða sem fengist hafa við lestur líkinga, myndmáls og
bókmenntatexta í víðara samhengi og meira á tilvistarlegum grunni, hvort
sem menn velja að líta til þýskra, franskra eða annarra skóla í þessu sam-
hengi. Það er svo undir hverjum og einum komið hvort hann velur að kalla
slíka samblöndu hugræn skáldskaparfræði (e. cognitive poetics) eða eitthvað
annað. Aðalatriðið er að þó að menn aðhyllist þetta nýja sjónarhorn geta
menn tæplega horft framhjá eldri skáldskaparfræðihefðum án þess að fara
að finna hjólið upp á nýtt, því eins og segir í Grettis sögu er fátt vísara til ills
en kunna eigi gott að þiggja.41
* * *
Mig langar að skoða eina ákveðna líkingu úr dróttkvæðahefðinni með
greiningu blöndufræða ásamt því að styðjast við innsæi eldri hefða.
Líkinguna má finna í siglingavísu Egils Skallagrímssonar frá 934 e. Kr.
sem lítur svona út í heild sinni:
Þel høggr stórt fyr stáli
stafnkvígs á veg jafnan
40 Sigurður Nordal, Íslenzk menning, Reykjavík: Mál og menning, 1942, bls. 248.
41 Hugræn skáldskaparfræði skilja sig frá fyrri skáldskaparfræðihefðum fyrst og fremst
sökum þess að þar reyna menn ekki aðeins að rökstyðja ákveðna túlkun texta, heldur
einnig að taka tillit til móttakandans, þ.e. að fara frá textanum í sjálfu sér yfir til
gagnvirkninnar milli texta og lesanda, samkvæmt Gavins og Steen, Cognitive Poetics
in Practice, ritstj. Joanna Gavins og Gerard Steen, London: Routledge, 2003, bls.
7.
BERGSVEINN BIRGISSON