Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 60
60
annað. Slíkar myndir hafa í sér lækningarmátt, þær eru „þungaðar“ merk-
ingu og geta losað um þann hnút sem sálræn orka hins sjúka er læst í.
En nú að hinni frumlegu líkingu Egils sem við finnum í fyrriparti vís-
unnar, sem við gætum kallað járnsmiðslíkinguna.Við sjáum að storminum
sem ógnar skipi og skáldi í vísunni er ekki aðeins líkt við jötunn, heldur er
jötunninn við nánari grennslan járnsmiður. Egill gerir hugræna blöndu (e.
conceptual integration/blend) úr stormi (inntaksrúm 1)48, jötni (inntaksrúm
2) og járnsmið (inntaksrúm 3). Þetta getur fallið undir það sem kallast
margföld blanda (e. multiple blend), eða tvísviðsnet (e. double-scope network).
Rökin fyrir samlíkingu vinds og jötuns eru reist á almennum hugtaksveru-
leika norrænum, þar sem eldi og vindi er jafnað til jötna og úlfa vegna
þess að hvorir tveggja búa yfir eyðileggjandi og ógnandi kröftum. Þetta
eru með gamla líkingaorðalaginu rökin fyrir líkingunni, eða með orðalagi
blöndufræða: inntak 1 og 2 hafa í almenna rýminu (e. generic space) m.a.
þessa þætti sameiginlega: Gerandi, sýnilegar afleiðingar, eyðilegging.
Svoleiðis myndi blöndugreining hins hefðbundna kenningamyndmáls
hljóða. Það er hinsvegar áframhugsun netsins sem er einstök hjá Agli,
það að líkja jötninum við járnsmið með éla meitil í hönd sem gerir þjöl
úr sléttum sjónum. Hér fær almenna rýmið ný rök þar sem hinar sýnilegu
afleiðingar storms og þjalarsmiðs hafa formlæg líkindi, þ.e. öldum er svip-
að til hrukkótts yfirborðs þjalar, auk formlægra hliðstæðna sem ég nefndi í
tengslum við élja-meitilinn. Annaðhvort getum við skilið járnsmiðinn sem
inntak 3 í sama netinu, eða við reiknum með að blanda storms og jötuns
myndi nýtt inntak 1 og járnsmiðurinn sé inntak 2 í nýrri blöndu. Hvort
sem er, þá fáum við blöndurými (e. blending space) þar sem við finnum
blöndu af öldum og hrukkóttu yfirborði þjalar, másandi jötni og járnsmið,
ský með éljatungu hangandi neðan úr sér og hönd sem hvítnar um meitils-
skaft og blöndu af kvígu og skipi sem siglir á bylgjunum (sjá mynd 2).
Nú vill svo til að heimildir eru fyrir því að Egill hafi einmitt haft
reynslu af járnsmíðum gegnum föður sinn, sem sagður var elskur að járni.
Ekki aðeins prósatexti Egils sögu, heldur einnig fornleg dróttkvæð vísa eftir
Skalla-Grím sjálfan, styðja þetta. Þar gerir Skalla-Grímur frumlegar kenn-
ingar um smiðjubelgi sína, og kallar „váðir vidda bróður“ (voðir vindsins)
og „hreggs hrœrikytjur“ (smáhús er hræra vind).49 Nú var það svo að járn-
48 Inntak 1 (e. input 1) er einnig kallað athafnarými (e. action space) og inntak 2 skipu-
lagsrammi (e. organizing frame). Í eldri líkingafræðum hefði verið talað um táknmið,
táknmynd og „grounds“.
49 Skj IB, bls. 27.
BERGSVEINN BIRGISSON