Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 63
63
velheppnaðra líkinga í hugsun Aristótelesar, heldur það að líkja einhverju
saman sem alls ekki er líkt – nema að einu litlu leyti: og gettu nú! Þetta má
ætla listrænt inntak dróttkvæða upprunalega, að skáldið gæfi huga fólks
nokkuð að tyggja á í fásinni vetrarmyrkursins.
Að auki sjáum við að myndmál vísunnar fellur undir löst þann sem kall-
aður var nykrat eða finngálknat meðal lærðra á miðöldum „ok þykkir spilla“
eins og Snorri ritaði. Járnsmiðsjötuninn umbreytist í úlf, kvígan í álft, þ.e.
tvær myndir (e. source) eru notaðar um eitt og sama markið (e. target) í
sömu vísunni, og er það lykilskilgreining nykraðs stíls á miðöldum.
Að lokum er það „andstæðuspennan“ sem er framkölluð milli úlfs og
álftar í seinni hluta vísunnar. Ekki aðeins stillir skáldið upp dökkri og ljósri
veru, heldur og dýrum sem eru andstæður í hugtaksveruleika norrænna
manna: úlfur er rakin eyðilegging, svanur tjáir frið og fegurð, gjarna
umkomulaus eins og við getum lesið í lausavísu Hallfreðar vandræða-
skálds frá 10. öld.57 Í því tilviki er það hinn „sveitti Grís“ (mannsnafn) sem
þjarmar að álftinni fögru (konunni). Ég hef fært rök fyrir því annarsstaðar
að andstæðuspennan hafi á heiðnum tíma verið hin ráðandi fagurfræðilega
tilfinning dróttkvæða, sem sjá má að deyr út er hin klassíska fagurfræði
festir sig í sessi – þó sjálft kenningakerfið sem menn notuðu langt fram
eftir öldum hafi í raun verið byggt á þessari fornu fagurfræði.58
Þessi atriði samanlögð benda til þess að vísan sé tæplega ort af kristnum
manni, nema við ætlum honum þeim mun meiri skitsófreníu: öll rök hníga
að því að vísan sé frá heiðnum tíma eins og lærðir miðaldamenn segja; ort
af manni sem aðhylltist allt aðra fagurfræði og aðra líkingahugsun en hinir
lærðu sem rituðu vísuna niður.
* * *
Ég nefndi að grunntilfinning vísunnar væri dauðageigur. Þetta kemur ekki
síst fram í því að fyrst er búin til þjöl, og síðan endar skipið í hrömmum
stormúlfsins sem sverfur það á þeirri sömu þjöl (sjá mynd 3). Í þessu liggur
óútleystur óhugnaður, við vitum að tréborð sem er sorfið á þjöl mun að
lokum eyðast og gatast. Í líkingunni má greina angist um það hvort skipið
muni ná í höfn áður en bárur sjóþjalarinnar hafa sorfið sig í gegnum skips-
borðin.
57 Skj IB, bls. 160.
58 Bergsveinn Birgisson, Inn i skaldens sinn, bls. 77–91; Bergsveinn Birgisson, „Konu-
skegg og loðnir bollar“, bls. 123–139.
STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS