Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 64
64
Nú er það þekkt tilgáta innan sálfræða að mikil lífsógn eða nærdauða-
reynsla geti vakið upp bældar hugarmyndir sem tengdar eru fyrri reynslu
af því sama; þ.e. hugarmyndir og tilfinningar hinnar trámatísku reynslu
vakna úr dvala ef viðkomandi er staddur í aðstæðum sem kveikja eða ýfa
upp (e. trigger) hina upprunalegu reynslu. Í þessu samhengi er mikilvægt
að við veitum því athygli að það er járnsmiður sem ógnar lífi ljóðmælanda.
Umbreyting hans yfir í úlf í seinni helmingi vísunnar tekur af allan vafa
um hið vægðarlausa innræti (sbr. „eirar vanr“); járnsmiðurinn er úlfgerður.
Ef við nú treystum innsæi hugfræða og sálfræða, auk þess sem við gefum
okkur að járnsmiðslíkingin sé úr hjarta skáldsins sprottin, þá blasir við
nokkuð athyglisvert dæmi. dauðageigur ljóðmælanda sem staddur er í
stormsjó virðist vekja upp reynslu af annarri ógn þar sem járnsmiður er í
hlutverki ógnandans, m.ö.o. má ætla að ljóðmælandi hafi upplifað að járn-
smiður hafi ógnað sér eða jafnvel reynt að drepa sig, ef við gefum okkur
það innsæi Jungs að lógískt samhengi sé milli hugarmynda og traumatískr-
ar lífsreynslu. Nú rímar þetta við það sem kemur fram í Egils sögu. Fóstra
Egils, Þorgerður brák, mælti er hún sá hvar Skalla-Grímur hefur „þrútn-
að“ og er á góðri leið með að drepa son sinn tólf vetra gamlan eftir að hafa
farið halloka fyrir honum í knattleik: „Hamask þú nú, Skalla-Grímr, at
syni þínum“.59 Þessi innblöndun varð Agli til lífs, en Brák að fjörtjóni.
59 Egils saga, bls. 101.
BERGSVEINN BIRGISSON
Mynd 3. Stormúlfur (selju-gandr) sverfur
Gestils álft (skipið) á þjöl sjávar (bárunum).
(Kjartan Hallur Grétarsson, 2006. Eig. BB.)