Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 65
65
Í stuttu máli hafa hér verið færð fagurfræðileg, líkingafræðileg og sálfræði-
leg rök fyrir því að siglingavísa sú sem eignuð er Agli Skallagrímssyni geti
tæplega verið ort af lærðum mönnum hámiðalda. Í fyrsta lagi er fagurfræði
vísunnar afar ólík þeirri er var við lýði á hámiðöldum, og í öðru lagi verð-
um við að eigna miðaldamönnum innsæi í líkingahugsun mannsins sem
kalla má nýtilkomið í sögulegu samhengi. Þessi líkingahugsun gengur út á
að skáldlegar og persónulegar líkingar endurspegli lífssögu líkingasmiðs-
ins. Í þriðja lagi rennir vísan stoðum undir að arfsagnir þær, skráðar í Egils
sögu, er greina frá því hvernig Skalla-Grímur ógnaði fólki í kringum sig og
einnig lífi Egils, eigi við sagnfræðilegan veruleika að styðjast að einhverju
leyti.
Hér höfum við því séð eitt dæmi þess hvernig nýta má greiningarmódel
hugrænna fræða á skáldlegar líkingar, og byggja áfram á þeim grunni með
því að leita til eldri skáldskaparfræðihefða, sálarfræða og hugsálarfræða.
Innsæi hugrænna fræða í mannshugann var tekið inn í umræðuna um gildi
dróttkvæða og Íslendingasagna sem sögulegra heimilda. Þetta er mestur
styrkur hugrænna fræða eins og ég lít á málin, innsæi þeirra getur varpað
nýju ljósi á fjölmörg svið innan húmanískra fræða; hér er það einungis
ímyndunaraflið sem setur fólki skorður.
Ú T d R Á T T U R
Stuttur kveikur Skallagríms:
Tvær umþenkingar um hugræn fræði
Þessi grein fjallar um hugræn líkingafræði. Byrjað er á því að tæpa lítillega á ís-
lenskri umræðu um líkingar og geðshræringar, það borið saman við hugræna lík-
ingaumræðu og dregið fram hvað nýtt þau fræði hafi fram að færa. Í öðrum hluta
er umfjöllun hugfræðinga um reiðilíkingar gerð nokkur skil, síðan eru nokkrar al-
gengar reiðilíkingar í norrænu og íslensku máli teknar til skoðunar. Lokahlutinn
fjallar um hugræn skáldskaparfræði og eru þau nýtt til greiningar á fornu dróttkvæði
norrænu. Þar er í senn stuðst við innsæi hugfræða, en einnig sýnt fram á hvern-
ig leita þarf til eldri skáldskaparfræðihefða er kemur að krufningu skáldlegra lík-
inga. Sú greining sýnir, þvert á viðtekna gagnrýni á Íslendingasögur sem sögulegar
heimildir, að líkingahugsun vísunnar megi einnig finna í öðrum kvæðum sem menn
ætla frá heiðnum tíma, meðan hún er á margan veg ólík líkingahugsun og fagurfræði
kristinna hámiðalda.
Lykilorð: Hugfræði, líking, hugtakslíking, hugræn skáldskaparfræði, dróttkvæði.
STUTTUR KVEIKUR SKALLA-GRÍMS