Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 69
69
Sjálft hugtakið „tilfinning“ er vandmeðfarið. Flestir telja sig vita hvað
átt er við með tilfinningum, en hættan er sú að við nánari athugun beri
slíkum skilgreiningum ekki endilega saman. Í Íslenskri orðabók er hugtakið
skilgreint sem „þreifiskyn“, „skynjun“, „það að kenna til e-s“, eða sem
„geðhrif“.4 Áherslan er því annars vegar á líkamlegar tilfinningar, þ.e. þá
skynjun sem miðlað er til heilans í gegnum skilningarvitin, og hins vegar á
„innri“ upplifun kennda. Þessi tvíþætting tilfinninga birtist í hugtakanotk-
un í ensku þar sem gerður er greinarmunur á tilfinningum (e. emotion) og
tilfinningalegum geðblæ eða geðbrigðum (e. affect).5 Skilningur nútíma-
mannsins á eigin tilfinningum og annarra er enn fremur síðari tíma þróun
og tengist hugmyndum um sjálfið og sjálfsvitund. Hugtakið „tilfinning“
nær nú yfir það sem áður hefði verið skilgreint (eða í það minnsta upplifað
og túlkað) sem „ástríða“, en latneska orðsifjamyndin passio lá til grundvall-
ar miðaldaskilningi á þeim kenndum sem við eigum við í dag þegar talað
er um tilfinningar.6
Thomas dixon bendir á að hugtakið tilfinningar (e. emotion) sé sál-
fræðilegt hugtak og það sé því afurð síðari tíma þróunar á hugmyndum um
eðli og innra líf mannsins. Viðhorf og skilningur á tilfinningalífi hafi allt
fram á nítjándu öldina verið mótuð af guðfræðilegu viðhorfi til sálarlífs-
ins og tilfinningar hafi því verið flokkaðar í mismunandi birtingarmyndir
grunnástríðna (lat. passio).7 Á nítjándu öldinni hafi menn hins vegar farið
að huga að þessu innra lífi sem raunsönnu mannlegu fyrirbæri. Charles
darwin beindi meðal annars athygli sinni að hlutverki tilfinninga í þróun
4 Íslensk orðabók, ritstj. Árni Böðvarsson, Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs,
1985.
5 „Affect“ vísar hér í geðhrif sem líkamlega skynjun, eða þá hugmynd að tilfinningar
eigi sér stað innra með og í líkamanum sjálfum. Í ensku er enn fremur gerður grein-
armunur á upplifun slíkra kennda (e. feeling) og hugtakinu „tilfinning“ eða „geðs-
hræring“ (e. emotion) sem nær þá yfir ferlið í heild sinni, þ.e. skynjun, meðvitund
og upplifun slíkra kennda. Í frönsku eru notuð hugtökin kennd (f. sentiment) og
tilfinning (f. émotion) og í þýsku má finna aðgreiningu milli tilfinninga (þ. Gefühl)
og kennda eða hughrifa (þ. Gemütsbewegung) sem eru í grófum dráttum sambærileg
við aðgreininguna í ensku.
6 Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans kemur fram að orðsins „tilfinning“ verður
fyrst vart á sautjándu öld, en „ástríðu“ á þeirri sextándu. Skilin eru hins vegar ekki
eins merkjanleg og í enskri málsögu þar sem hugtakið „tilfinningar“ (e. emotions)
yfirtekur hugtakið „ástríður“ (e. passions) sem almenn lýsing á geðhrifum á nítj-
ándu öld. Orðið „passion“ fer þá að eiga við ákveðnar tilfinningar, þ.e. sterk og oft
óviðráðanleg geðhrif tengd grunnkenndum eins og ást og reiði.
7 Thomas dixon, From Passions to Emotions. The Creation of a Secular Psychological
Category, Cambridge: Cambridge University Press, 2003.
HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR