Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 74
74
að maðurinn sé ávallt í ákveðnu tilfinningalegu ástandi, án þess að hann sé
nauðsynlega að upplifa geðshræringar eins og sorg eða gleði. Þetta ástand
er hins vegar stöðugt að taka breytingum, en þær breytingar eru háðar
flóknu samspili skynjunar (utanaðkomandi áreitis ásamt meðvitund um
líkamlegt ástand), hugrænnar úrvinnslu þeirrar skynjunar og að lokum
viðbrögðum (bæði lífeðlisfræðilegum og hugrænum). Tilfinningaskynjun
gerir manninum því kleift að upplifa tilfinningalegt ástand sitt, en geðs-
hræringar eru að mati damasio aftur á móti skynjaðar sem hræringar eða
breytingar á því ástandi.21
damasio greinir enn fremur á milli „aðaltilfinninga“ (e. primary emo-
tions) og „óbeinna tilfinninga“ (e. secondary emotions).22 Aðaltil finningar
eru að mati damasio meðfædd stöðluð viðbrögð taugakerfisins og falla því
undir hugmyndir algildissinna um grunntilfinningar. Slíkar grunntilfinn-
ingar eiga, samkvæmt damasio, uppruna sinn í limbíska kerfinu og byggja
á erfðafræðilegum boðskiptum.23 Þær eru því að vissu leyti meðfæddar
og staðlaðar og þar af leiðandi öllum eiginlegar. Óbeinar tilfinningar eru
hins vegar áunnar og því persónubundnar. Þær eru tengdar við virkni neð-
anvert í framheilanum og í heilaberkinum og má segja sem svo að þær séu
ræstar með taugaboðum sem tengjast aðaltilfinningum. Þær eru því vitni
um þá samfélagslegu þætti sem hafa áhrif á og móta taugalíffræðilega ferl-
ið sem á sér stað við upplifun og túlkun tilfinninga.
Það má því segja sem svo að tilfinningalíf einstaklings sé samspil af
meðfæddum erfðafræðilegum forsendum og lærðum (og þar af leiðandi)
menningarlegum hefðum er eiga við um tilfinningalega hegðun, viðbrögð
og tjáningu. Ef tilfinningar orsakast af samþáttun og samspili taugafræði-
að orðmyndin felur í sér hreyfingu (hræringu) rétt eins og enska orðið „emotion“
tengist hugtakinu „motion“. Gerður verður greinarmunur á þessum tveimur hug-
tökum (þ.e. tilfinningu og geðshræringu) þar sem þörf er á.
21 Antonio damasio, Descartes’ Error, sjá sérstaklega bls. 143–164.
22 Sama heimild , sjá sérstaklega bls 131–142.
23 Patrick Colm Hogan hefur gagnrýnt kenningar um limbíska kerfið og telur að
fræðimenn noti skilgreininguna „limbíska kerfið“ einfaldlega sem handhægt hugtak
yfir þau margvíslegu svæði í heilanum sem hafa með tilfinningar að gera á einn
eða annan hátt, sjá Patrick Colm Hogan, „The Brain in Love: A Case Study in
Cognitive Neuroscience and Literary Theory“, Journal of Literary Theory 1/2007,
bls. 339–355, sjá sérstaklega bls. 341. Joseph Ledoux hefur einnig gagnrýnt hug-
takið og telur að það sé úrelt, enda nái það ekki yfir það flókna kerfi og samspil
mismunandi svæða í heilanum sem á sér stað við upplifun tilfinninga, sjá: Joseph
Ledoux, Synaptic Self: How Our Brains Become Who We Are, New York: Penguin
Books, 2003.
Sif RíKhaRðSdóttiR