Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 77
77
Fries leggur til að tilfinningar verði greindar sem „semíótískar eining-
ar“ (þ. semiotischen Entitäten).29 Nálgun Fries endurómar að mörgu leyti
áherslu Lutz á orðræðu, en áhugi hans beinist hins vegar að vísindalegri
kerfisgreiningu á notkun tilfinningaorða í texta fremur en framsetningu
tilfinninga í skáldskap. Þar sem tilfinningar í texta verða til, ef svo má
að orði komast, í huga lesandans þá takmarkast tákngildi þeirra ekki við
orðið sem semíótíska einingu, heldur koma þar margir þættir saman, bæði
í miðlun og túlkun tilfinninga í texta. Tilraunir til að nálgast tilfinningalíf
sem birtist í textanum á forsendum þess hugmyndaheims sem hann miðlar
er þá háður notkun slíkra orða í samhengi innan textans. Slík orð gætu
því haft ákveðnar aukamerkingar eða jafnvel hliðraða merkingu innan
hins textalega (og frásagnarfræðilega) samhengis. Carolyne Larrington
bendir til að mynda á framsetningu og notkun fornenska orðsins „gebol-
gen“ (þrútinn) og forníslensku orðanna „þrunginn móði“ og „þrútinn“
í Bjólfskviðu (Beowulf) og Ragnars sögu loðbrókar.30 Í báðum textunum eru
orðin notuð til að lýsa miðaldaskilningi á reiði og þeim líkamlegu áhrifum
sem reiðin var talin hafa á sögupersónur. Hún bendir á að „hin lífeðl-
isfræðilegu einkenni reiði geta verið ýkt eða stílkennd, en þau eru engu að
síður þekkjanleg“.31 Nútímalesandinn er því fær um að túlka tilfinninguna
sem býr að baki lýsingunni réttilega.32
dierung von Emotionen in Texten. Teil 1: Grundlagen“, Journal of Literary Theory
1/2007, bls. 293–337, bls. 296, skáletrun er í frumtexta.) Sjá einnig Norbert Fries,
„die Kodierung von Emotionen in Texten. Teil 2: die Spezifizierung emotionaler
Bedeutung in Texten“, Journal of Literary Theory 3/2009, bls. 19–71, þar sem hann
leitast við að greina tilfinningar í texta kerfisbundið út frá þeim kenningum sem
settar eru fram í fyrri greininni.
29 Norbert Fries, „die Kodierung von Emotionen in Texten. Teil 1: Grundlagen“,
bls. 297.
30 Carolyne Larrington, „The Psychology of Emotion and Study of the Medieval
Period“, bls. 254–255.
31 „The physiological symptoms of anger can be exaggerated or stylised, but they are
none the less recognisable“, (sama heimild , bls. 254).
32 Sjá til að mynda umfjöllun um reiði í Anger’s Past: The Social Uses of an Emotion in
the Middle Ages, ritstj. Barbara H. Rosenwein, Ithaca: Cornell University Press,
1998. Um reiði sem sálfræðilegt fyrirbæri, sjá til dæmis James R. Averill, Anger
and Aggression. An Essay on Emotion, New York: Springer-Verlag, 1982. Um reiði
í Íslendingasögum, sjá grein Auðar G. Magnúsdóttur, „Ill er ofbráð reiði: tilfinn-
ingar, saga og félagsleg þýðing reiðinnar í Njáls sögu“, Heimtur: ritgerðir til heiðurs
Gunnari Karlssyni sjötugum, ritstj. Guðmundur Jónsson, Helgi Skúli Kjartansson
og Vésteinn Ólason, Reykjavík: Mál og menning, 2009, bls. 50–63.
HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR