Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 78
78
Orðalag og lýsingar eru ennfremur líkleg til að vera mörkuð af bók-
menntavenjum um framsetningu ákveðinna tilfinninga. Zoltán Kövecses
bendir til að mynda á að myndhverfingar sem tengjast tilfinningum í
tungumáli lýsi ekki bara þeim tilfinningum sem viðkomandi upplifir, held-
ur feli í sér ákveðnar menningarbundnar hefðir um skilning á eðli slíkra til-
finninga.33 Lýsingarnar byggja á ákveðnum lífeðlisfræðilegum þáttum sem
liggja til grundvallar myndhverfingunni. Kövecses nefnir sem dæmi hug-
myndina um reiði sem „heitan vökva í íláti“.34 Í íslensku tíðkast að tala um
að það sjóði á einhverjum þegar viðkomandi er reiður, eða að það kraumi
undir niðri ef reiðin er niðurbæld, sem styður við myndhverfinguna um
reiði sem vökva sem þenst út í líkamanum eins og sjá má í miðaldadæmum
Larrington um Bjólfskviðu og Ragnars sögu loðbrókar. Það er því ljóst að
slíkar táknmyndir fela ekki einungis í sér hegðunarfræðileg mynstur sem
eiga rætur sínar að rekja til taugaboða og upplifun einstaklinga af slíkum
boðum, heldur einnig (eða enn fremur) til bókmenntahefða um framsetn-
ingu og túlkun gjörða og orða.
Á hápunkti Brennu-Njáls sögu meðan á brennunni á Bergþórshvoli
stendur eiga Gunnar Lambason og Skarphéðinn fræg orðaskipti þar sem
Gunnar vænir Skarphéðin um að gráta: „Gunnarr Lambason hljóp upp á
vegginn ok sér Skarpheðin ok mælti: „Hvárt grætur þú nú, Skarpheðinn?“
„Eigi er þat,“ segir hann, „en hitt er satt, at súrnar i augunum.““35 And-
svar Skarphéðins beinir athyglinni frá gráti sem tilfinningaathöfn. Þunga-
miðja merkingarinnar færist frá tárunum sjálfum (og mögulegu til-
finningaróti sem liggur þar að baki) til smávægilegra óþæginda vegna
reyksins. Sú yfirlýsing er augljóslega í hrópandi andstöðu við aðstæður
hans, sem lesendur eru hins vegar fullkomlega meðvitaðir um, og dreg-
ur að engu leyti úr þeim undirliggjandi harmi sem lesandi gefur sér að
Skarphéðinn upplifi þegar hann stendur frammi fyrir dauða sínum og fjöl-
skyldu sinnar. Afneitunin gefur enn fremur til kynna ákveðna togstreitu í
textanum sem hefur með hugmyndir og gildismat á karlmennsku að gera.
33 Zoltán Kövecses, Metaphor and Emotion: Language, Culture, and Body in Human
Feeling, Cambridge: Cambridge University Press, 2000.
34 „hot fluid in a container“, sama heimild, bls. 142–154. Sjá einnig gagnrýni
Ayako Omori á myndlíkingu Kövecses um heitan vökva í „Emotions as a Huge
Mass of Moving Water“, Metaphor and Symbol 23/2008, bls. 130–146, og svar
Kövecses „On Metaphors for Emotion: A Reply to Ayako Omori (2008)“, Metaphor
and Symbol 23/2008, bls. 200–203.
35 Brennu-Njáls saga, útg. Einar Ól. Sveinsson, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag,
1954, bls. 333.
Sif RíKhaRðSdóttiR