Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 82
82
Þegar litið er til Niflungakviðu þá felur slíkur flutningur til að mynda
í sér áhrifin af ljóðlínunni sjálfri; það er risi og falli innan línunnar. Í
erindinu sem vitnað var í hér í upphafi greinarinnar má til að mynda sjá
að braghvíldin í miðri þriðju ljóðlínunni beinir athyglinni að þeim and-
stæðupörum sem falla sitt hvoru megin við eyðuna þar sem kemur fram
að við eigum í vændum sögu: „um gleði og veislur miklar harma,
sorgir og tár“. Ljóðlínan undirstrikar þá meginatburði sem munu liggja
til grundvallar hetjusögunni, þ.e. hetjudáðir, sverðaglamur og veisluhöld
annars vegar og hins vegar hugarkvöl, harmakvein og sorg. Sjálft ljóð-
formið eykur þannig á leikræn áhrif textans og þá undiröldu tilfinninga
sem lýst er.
Hins vegar felst tilfinningaþrungi textans ekki einungis í slíkum tilfinn-
ingaorðum. Átakasenan á hápunkti kviðunnar, þegar sonur Kriemhildar
og Etzels Húnakonungs er drepinn, er til að mynda áberandi laus við allar
tilfinningalýsingar:
Riddari Rínar Hagen reiddi sverðið til höggs,
barnið Ortlieb deyddi, blóðið flæddi sem foss
um Hagen, en barnsins höfuð drottningu féll í fang.
Upphófst alda morða og grimmdarverka löng.43
Senan er myndræn og lýsandi. Áherslan flyst frá sverðinu yfir á blóðið
sem fossar táknrænt yfir hendur Hagens, þ.e. athygli lesandans er beint
að blóðugum höndum vígamannsins og sverðinu sem banaði barninu.
Þvínæst er þysjað inn á afhoggið höfuð barnsins sem veltur eftir borðinu
þar til það lendir í fangi móðurinnar. Myndin er bæði táknræn og þrungin
en hún boðar endalok blóðlínunnar. Textinn leggur áherslu á ónáttúru
atburðarins með því að beina athyglinni að Kriemhildi, þ.e. tvíþættu hlut-
verki hennar sem móður og drottningar. Það er drottningin sem tekur hér
við „gjöf“ Hagens, en móðirin sem situr eftir með barnshöfuðið.
ann sjálfan sem framkvæmir því eða leiðir af sér tilfinningarnar fyrir lesandann í
stað þess að lýsa þeim einungis.
43 Das Nibelungenlied, 33. þáttur, 1961. erindi, bls. 308. Á miðháþýsku segir:
Sif RíKhaRðSdóttiR
dô sluoc daz kint Ortlíeben Hágen der hélt gûot,
daz im gegen der hende ame swérte vlôz daz bluot,
unt daz der küneginne daz hóubet spránc in die schôz.
dô huop sich under degenen ein mort vil grimmec unde grôz.