Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 83
83
Viðbrögðum Kriemhildar er hins vegar ekki lýst, né Etzels þó hér hafi
sonur hans og erfingi verið myrtur af gestkomandi í húsi Etzels. Slíkur
atburður gengur þvert á allar siðareglur og ofbýður bæði sögupersónum
og áheyrendum. Alvarleika gjörðarinnar er hér miðlað í gegnum þögn-
ina, þ.e. skort á lýsingum á viðbrögðum. Þeirri þögn er ekki síst miðlað
í bardaganum sem á sér stað í framhaldinu, bardaga sem er án orða, tára
eða harmkvæla. Tilfinningagildi senunnar felst í því sem ekki er sagt og í
því hvernig athygli lesanda (og áheyrenda) er beint frá hljóðrænu og rým-
islegu umfangi senunnar (salnum, hávaðanum, deilunum) að höfðinu sem
rúllar í myndrænni dauðaþögn í fang móðurinnar.
Ef senan er borin saman við annað dráp síðar í kviðunni þegar Rüdiger
greifi fellur, má sjá muninn í framsetningu og miðlun þessara tveggja
atburða og tilfinningavægi þeirra. Rüdiger hefur verið tryggur fylgismað-
ur Etzels og Kriemhildar sem leitast hefur við að ná sáttum og meðal
annars gefið Giselher, bróður Kriemhildar, einkadóttur sína í hjónaband.
Átakanleg staða hans felst í togstreitunni milli þeirra hollustubanda sem
hann er bundinn Kriemhildi annars vegar, og þeim sem hann er bundinn
Búrgundum hins vegar í gegnum mægðir og skyldur hans sem gestgjafa
þeirra. dauða Rüdigers er hér lýst í 29 erindum sem undirbúa áheyrend-
ur og lesendur undir fall hans og beina athyglinni að hetjudauða hans.44
Lýsingin gegnir því tvíþætta hlutverki að auka spennu áheyrenda sem vita
hvað koma skal, og að móta þá textaarfleifð sem liggur til grundvallar
kviðunni.
Í senunni er lík Rüdigers borið fyrir Etzel og Kriemhildi, en þó er
áherslan ekki á líkama hins fallna bardagamanns, eins og í senunni hér á
undan þar sem athyglin beinist að hinum vanvirta líkama erfingjans. Þess
í stað er athygli lesandans beint að arfleifð Rüdigers sem fallins bardaga-
manns, sem táknmyndar fyrir fall Niflunga sem minnst mun um aldur og
ævi í kviðunni sjálfri:
Sáu þau markgreifann mikla myrtan borinn í sal.
Sársauki brann þeim í hjarta bæði hjá vífi og hal.
Ekkert skáld hefði megnað hvorki í söng eða á bók
að lýsa harmagrátnum né hjartans þunga ok
Líkt og er ljónið öskrar var konungsins harmakvein.
Fall hins göfuga greifa varð konungsins hjartamein.
44 Das Nibelungenlied, 37. þáttur, 2206.–2234. erindi, bls. 345–349.
HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR