Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 84
84
drottningin harmaði einnig hjartað svo nærri brast,
enginn gat ósnortinn verið við dauða hins göfuga manns.45
Í textanum leiðir opinberun líkama greifans til „harmagráts“ og „harma-
kveins“ allra viðstaddra sem er í hrópandi andstöðu við þögnina sem fylgdi
dauða barnsins. Líkið er því uppspretta þess harmakveins sem liggur til
grundvallar ritun epískrar harmsögu. Gráturinn gegnir hér tvíþættu hlut-
verki; annars vegar sem eggjun til hefnda, rétt eins og harmur Kriemhildar
yfir dauða Siegfrieds sefast ekki fyrr en hans hefur verið hefnt, og hins
vegar sem líkamleg birtingarmynd tilfinninga. Harmgráturinn gegn-
ir þar af leiðandi því hlutverki að festa hetjudauða hans í minningunni.
Kviðan undirstrikar þann tilgang harmkveinsins með vísun í ritarann sem
er ætlað að festa á blað þá stórbrotnu atburði sem munu verða undirstaða
Niflungakviðunnar. Þó tekið sé fram að jafnvel vanur ritari gæti ekki lýst
harmi viðstaddra, þá gerir ritari Niflungakviðu það hins vegar af miklu
innsæi þegar hann líkir harmi hins mikla konungs við rödd ljónsins sem
skekur salinn í harmgráti sínum.
Carol Clover hefur fjallað um hlutverk harmgráts í forníslenskum
sagnaarfi en hún telur að gráturinn hafi haft táknrænu hlutverki að gegna
í að eggja til hefnda eftir fallinn ættingja og sem harmgrátur þar sem
hins fallna er minnst.46 Gráturinn er því ekki sprottinn af þeim tauga- og
efnafræðilegu boðum í heilanum sem leiða af sér slík líkamleg viðbrögð,
enda gráti margar kvennanna í Íslendingasögum ekki í þeim aðstæðum þar
sem slíks gráts væri að vænta, heldur feli hann í sér ákveðið bókmennta-
mótíf sem er beintengt við hlutverk þessara kvenna í að uppihalda heiðri
45 Das Nibelungenlied, 37. þáttur, 2233.–2234. erindi, bls. 349. Á miðháþýsku segir:
dô si den marcgrâven sâhen tôten tragen,
ez enkunde ein schrîber gebrieven noch gesagen
die manegen ungebære von wîbe unde ouch von man,
diu sich von herzen jâmer áldâ zéigén began.
der Étzélen jâmer der wart alsô grôz,
als eines lewen stimme der rîche künec erdôz
mit herzen leidem wuofe; alsam tet ouch sîn wîp.
si klageten ungefuoge des guoten Rüedergêres lîp.
46 Carol Clover, „Hildigunnr’s Lament“, Cold Counsel. Women in Old Norse Literature
and Mythology: A Collection of Essays, ritstj. Sarah M. Anderson og Karen Swenson,
New York: Routledge, 2002, bls. 15–54. Greinin birtist upphaflega í Structure
and Meaning in Old Norse Literature, ritstj. John Lindow, Lars Lönnroth og Gerd
Wolfgang Weber, Odense: Odense University Press, 1986, bls. 141–183.
Sif RíKhaRðSdóttiR