Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 85
85
og minningu hins fallna. Gráturinn felur því í sér hvöt til hefnda og er
nátengdur við það sem Clover kallar „blóðuga táknið“ (e. bloody token) sem
er ákveðinn hlutur sem tengist dauða hins látna eða stendur fyrir hinn
látna og hvetur aðstandendur til hefnda.47 Clover tekur fram að táknið
geti falist í klæðnaði hins látna, vopninu sem varð honum að bana, eða
líkama hins látna (eða blóði sem feli þá í sér ákveðna hlutgervingu líkama
hins látna).48 Í Brennu-Njáls sögu, sem Clover vísar í í grein sinni, felst
„blóðuga táknið“ til að mynda í skikkjunni sem Hildigunnur steypir yfir
Flosa með blóðrefjum Höskuldar þegar hún hvetur til hefnda eftir hann.
Þegar Gunther, konungur Niflunga og bróðir Kriemhildar, og menn
hans koma fyrst til hirðar Etzels og ganga til veislu, þá leggur Hagen
sverðið sem tilheyrði Siegfried yfir læri sér. Gjörðin hefur tvíþættan til-
gang, þ.e. að ögra Kriemhildi með því að bera vopn við borðhald í húsum
hennar annars vegar, og hins vegar er hér um að ræða hlutgervingu fyrir
líkama Siegfrieds í anda hins „blóðuga tákns“ Clover. Kriemhild ber kennsl
á vopnið og sorgin hellist yfir hana:
Hagen með hroka miklum lagði hið skínandi sverð
yfir hné sér og sýndi handföngin dýr að gerð,
lögð með lýsandi jaspis grænni en gras um nátt,
Kriemhild þekkti vopnið það hafði Siegfried átt.
Hún þekkti aftur vopnið það olli hjartans nauð.
Handfangið allt var gullið egghlífin dreyrarauð.
Þungbær var henni raunin heyrðust þá ekkasog,
svo segir mér eigin hugur að Hagen vildi svo.49
47 Sama heimild, bls. 17.
48 Sama heimild, bls. 15–16.
49 Das Nibelungenlied, 29. þáttur, 1783.–1784. erindi, bls. 281–282. Á miðháþýsku
segir:
der übermüete Hagene leit’ über sîniu bein
ein vil liehtez wâfen, ûz des knopfe schein
ein vil liehter jaspes, grüener danne ein gras.
wol erkande Kriemhilt, daz ez Sîfrides was.
dô si daz swert erkande dô gie ir trûrens nôt.
sîn gehílze daz was guldîn, diu scheide ein porte rôt.
ez mante si ir leide: weinen si began.
ich wæne, ez hete dar umbe der kûene Hagene getân.
HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR