Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 87
87
Líkamsvessarnir stjórnuðu meðal annars skapgerð, líkamlegu ástandi
og heilsu, og því var líkamlegt eða andlegt ójafnvægi gjarnan rakið til
ójafnvægis í vessunum. Í Niflungakviðu er að finna vísanir í tilfinninga-
viðbrögð sem eiga að gefa til kynna ómeðvituð líkamleg viðbrögð sem
persónur hafa ekki stjórn á, þ.e. ímyndað „innra“ líf persóna sem byggist
á skilningi samtímamanna á eðli tilfinninga. Í upphafi kviðunnar, þegar
Gunther og Siegfried fara í bónorðsför til að biðja um hönd Brunhildar
fyrir Gunther, má sjá að dankwart roðnar af gleði þegar Brunhild skilar
honum og mönnum hans vopnunum sem hún hafði tekið af þeim, en
Brunhild verður aftur á móti rauð af reiði þegar Gunther vinnur sigur á
henni með aðstoð Siegfrieds.51 Bæði viðbrögðin fela í sér líkamlega svörun
sem er beintengd við tilfinningar, annars vegar við reiði og hins vegar við
gleði. Í báðum tilfellum má sjá ákveðna samsvörun milli mannlegra og
erfðafræðilegra viðbragða (þ.e. andlitsroða sem tengdur er taugaboðum
í heila sem hafa áhrif á háræðar og blóðstreymi í andliti) og hugmynda
miðaldamanna um innri sviptingar á líkamsvessum í tengslum við slíkar
tilfinningasveiflur.
Í Brennu-Njáls sögu er einnig að finna svipaðar framsetningar á innri
hugarhræringum sem brjótast út í líkamanum, þó orð sögupersóna gefi
annað til kynna. Þegar Bergþóra egnir syni sína til hefnda fyrir orð
Hallgerðar, svarar Skarphéðinn af kæruleysi, en líkamleg viðbrögð hans
gefa til kynna að undir liggi geðshræring sem sjáanleg er í litabreytingum
og svita sem sprettur fram á enni honum:
„Ekki hǫfu vér kvenna skap,“ segir Skarpheðinn, „at vér reiðimsk
við ǫllu.“ „Reiddisk Gunnarr þó fyrir yðra hǫnd,“ segir hon, „ok
þykkir hann skapgóðr; ok ef þér rekið eigi þessa réttar, þá munuð
þér engrar skammar reka.“ „Gaman þykkir kerlingunni at, móður
várri,“ segir Skarpheðinn ok glotti við, en þó spratt honum sveiti í
enni, ok kómu rauðir flekkar í kinnr honum, en því var ekki vant.52
Leiða má líkur að því að miðaldaáheyrendur hafi verið fullfærir um að lesa
í líkamleg viðbrögð Skarphéðins um það tilfinningarót sem orð móður
hans hafa valdið, rétt eins og nútímalesandinn túlkar misræmið milli orða
hans og litbrigða sem merki um geðshræringu, jafnvel þó slíkt hafi mögu-
51 Das Nibelungenlied, 7. þáttur, 448. erindi, bls. 80 og 465. erindi, bls. 83.
52 Brennu-Njáls saga, útg. Einar Ól. Sveinsson, bls. 114, mín skáletrun.
HUGRÆN FRÆðI, TILFINNINGAR OG MIðALdIR