Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 105
105
jörgen l. Pind
„Sálarfleyið mitt skelfur“
Hugfræðilegur söguþáttur
Suppose I say the hardest thing to say.
In a famous drawing two black silhouettes
gaze at each other, noses almost touching.
The viewer looks away, then glances back
and sees a different picture, a white chalice,
blank space between the faces seeping forward
to claim her eye.
Þetta er upphaf ljóðsins The Rubin Vase eftir bandaríska ljóðskáldið April
Lindner.1 Innblásturinn að ljóðinu hefur Lindner sótt í teikninguna á
mynd 1. Hún gengur einmitt oftast undir heitinu Vasi Rubins, nefnd eftir
danska sálfræðingnum Edgar Rubin (1886 –1951) sem útbjó og fjallaði
fyrst um hana í doktorsritgerð sinni, Synsoplevede Figurer, sem hann varði
við Hafnarháskóla árið 1915.2 Myndin hefur unnið sér fastan sess í
þeim greinum sálfræði og hugfræði sem fjalla um aðgreiningu fígúru og
grunns í sjónskynjun, eitt helsta rannsóknarefni Rubins í doktorsritgerð-
inni. Ritgerðin markaði þáttaskil í rannsóknum í sjónskynjun því þetta
var í fyrsta sinn sem þessi aðgreining var tekin til rækilegrar skoðunar.
Rannsókn Rubins átti eftir að skipta sköpum fyrir svonefnda skynheilda-
stefnu (Gestalt) innan sálfræðinnar en líta má á skynheildastefnuna sem
einn helsta undanfara nútímalegrar hugfræði.3
1 Kvæðið birtist upphaflega í Paris Review, 160/2001, bls. 180. Ljóðið fjallar síðan
um samband tveggja elskenda en samband þeirra er óstöðugt rétt eins og mynd
Rubins: „One day I can’t abide your touch; the next day I can’t stand its absence,“
segir þar meðal annars.
2 Edgar Rubin, Synsoplevede Figurer: Studier i psykologisk Analyse. Første Del. Kaup-
mannahöfn: Gyldendalske Boghandel, Nordisk Forlag, 1915.
3 david J. Murray, Gestalt Psychology and the Cognitive Revolution, New York: Harves-
ter Wheatsheaf, 1995.
Ritið 3/2012, bls. 105–126