Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 108
108
enn vitnað til, meira en öld eftir að það kom út.9 Høffding varð prófessor
í heimspeki við Hafnarháskóla árið 1883. Þar með var lokið löngu skeiði
ídealismans í danskri heimspekisögu en pósitífisminn hélt innreið sína.10
Þessi þáttaskil innan heimspekinnar urðu vafalítið mjög til að liðka fyrir
vexti sálfræðinnar við Hafnarháskóla, langt á undan því sem varð við aðra
norræna háskóla.11
Alfred Lehmann var menntaður í náttúruvísindum við fjöllistaskólann
danska (sem síðar varð dTU, danski tækniháskólinn) en fékk snemma
áhuga á svonefndri sáleðlisfræði eða psychophysik. Sáleðlisfræðin var hugar-
fóstur þýska eðlisfræðingsins Gustavs Thedors Fechner (1801–1887) sem
taldi sig hafa fundið leið til að magnsetja skynjun og búa þannig til huglæga
mælistiku, eitthvað sem Immanuel Kant hafði til dæmis talið óhugsandi.12
Lehmann varði doktorsritgerð árið 1884 um fagurfræði lita þar sem hann
kannaði með tilraunum hvaða litbrigði ættu vel saman.13 Veturinn 1885–
1886 dvaldi hann í Leipzig við rannsóknir í tilraunastofu Wilhelms Wundt
(1832–1920) í sálfræði. Wundt hafði sett stofuna á laggirnar árið 1879.14 Í
rannsóknastofu Wundts var einkum fengist við rannsóknir í sáleðlisfræði
auk þess sem svartímamælingum var beitt þar, allt í því skyni að varpa ljósi
á eiginleika vitundarinnar. Meðan Lehmann dvaldi í Leipzig gerði hann
rannsókn á andstæðuhrifum í sjónskynjun (til dæmis hvernig grár flötur
9 Harald Høffding, Den nyere Filosofis Historie: En Fremstilling af Filosofiens Historie
fra Renaissansens Slutning til vore Dage I–II. Kaupmannahöfn: det Nordiske Forlag,
1894–1895.
10 Carl Henrik Koch, Dansk filosofi i positivismens tidsalder, Kaupmannahöfn: Gyld-
endal, 2004.
11 Ingemar Nilsson, Själan i laboratoriet: Vetenskabsideal och människosyn i den experi-
mentelle psykologins framväxt, Lund: Bokförlaget doxa, 1978; Carl-Göran Heideg-
ren, Det moderna genombrottet i nordisk universitetsfilosofi 1860–1915, Göteborg:
daidalos, 2004.
12 Gustav Theodor Fechner, Elemente der Psychophysik, I–II, Leipzig: Breitkopf und
Hartel, 1860. Um Kant og sálfræði, sjá til dæmis Thomas Teo, The Critique of
Psychology: From Kant to Postcolonial Theory, New York: Springer, 2005, bls. 41–51.
Um hina huglægu mælistiku Fechners, sjá til dæmis Aldísi Unni Guðmundsdóttur
og Jörgen L. Pind, Almenn sálfræði: Hugur, heili, hátterni, Reykjavík: Mál og menn-
ing, 2003, bls. 266–267.
13 Alfred Lehmann, Farvernes elementære Æstetik, Kaupmannahöfn: I Kommision hos
Rudolph Klein, 1884.
14 Edwin G. Boring, A History of Experimental Psychology, New York: Appleton-
Century-Crofts, 1950; Wilhelm Wundt in History: The Making of a Scientific Psycho-
logy, ritstj. Robert W. Rieber og david K. Robinson, New York: Kluwer Academic/
Plenum, 2001.
JÖRGEN L. PINd