Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 110
110
Rubin lauk meistaraprófi árið 1910. Á námsárunum hafði hann meðal
annars fengist við rannsókn á hita- og kuldanemum í húð sem leiddu til
fyrstu birtingar hans.19 Um var að ræða hefðbundna sáleðlisfræðilega
rann sókn. Á næstu árum mótaði hann með sér allt aðra nálgun á sálfræði-
leg viðfangsefni. Honum sagðist síðar svo frá að þar hefði hann orðið fyrir
áhrifum af hugmyndum Lehmanns um örvun og hömlun í taugakerfinu.
Þótt hann hefði sjálfur aldrei beitt þeim hugtökum hefðu þau leitt honum
fyrir sjónir að sálarlífið yrði best skilið sem ein samhangandi heild.20
Í október 1911 hélt Rubin til Göttingen í Þýskalandi til frekara náms í
sálfræði. Skömmu áður en hann hélt af stað hafði hann hlýtt á Guðmund
Finnbogason verja merka doktorsritgerð um „samúðarskilninginn“ við
Hafnarháskóla, fyrstu íslensku doktorsritgerðina í sálfræði.21 Næstur til að
verja doktorsritgerð í sálfræði við skólann varð einmitt Edgar Rubin, árið
1915.
Fígúra og grunnur
Eins og fyrr segir á tilraunasálfræði öðru fremur rætur að rekja til
Þýskalands. Frá Leipzig breiddist hún til annarra háskóla. Árið 1880 varð
Georg Elias Müller (1850–1934) prófessor í heimspeki við háskólann í
Göttingen en hann fékkst svo til einvörðungu við rannsóknir í tilraunasál-
fræði. Upphaflega var sáleðlisfræði sjónskynjunar meginrannsóknasvið
Müllers en er leið nær aldamótunum urðu minnisrannsóknir æ fyrirferð-
armeiri og þegar Rubin kom til Göttingen árið 1911 hafði Müller ásamt
fjölmennum hópi doktorsnema fengist við rannsóknir á minni um árabil.22
Brautryðjandi í sálfræðilegum minnisrannsóknum var reyndar Hermann
Ebbinghaus (1850–1909). Hann hafði unnið það þrekvirki að kanna eigið
minni á „merkingarlausar samstöfur“, einkvæðar þriggja stafa orðleysur á
borð við dAX, KAP, WEL og svo framvegis. Lærði hann ótal lista af slík-
um samstöfum þar til hann gat haft þá yfir villulaust, lét síðan mislangan
19 Edgar Rubin, „Beobachtungen über Temperaturempfindungen“, Zeitschrift für
Sinnesphysiologie, 46/1911, bls. 388–393.
20 Edgar Rubin, Mennesker og Høns m. m., psykologisk belyst i populære Kauserier, Kaup-
mannahöfn: Berlingske Forlag, 1937, bls. 12.
21 Guðmundur Finnbogason, Den sympatiske Forstaaelse, Kaupmannahöfn: Gyld-
endalske Boghandel, Nordisk Forlag, 1911.
22 Lothar Sprung og Helga Sprung, „Georg Elias Müller and the Beginnings of
Modern Psychology“, Portraits of Pioneers in Psychology, IV bindi, ritstj. Gregory
A. Kimble og Michael Wertheimer, Washington, dC: American Psychological
Association, 2000, bls. 71–91.
JÖRGEN L. PINd