Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 114
114
sem möguleikana á að sjá „breiddarlausar“ línur – möguleika sem david
Hume, uppáhaldsheimspekingur Rubins, hafði fjallað um tveim öldum
fyrr.25 Í ritgerðinni greindi Rubin einnig frá teiknitilraunum og fjallaði um
mismun flatarmynda og línuteikninga, svo fátt eitt sé nefnt.
Aðgreining fígúru og grunns er að mati Rubins grundvallaraðgreining
í skynjun og verður ekki skýrð með því að vitna til fyrirbæris á borð við
eftirtekt. Í verkum Wundts og Lehmanns hafði eftirtekt verið skýrð sem
spurning um „skýrleikastig“ (d. Klarhedsgrad). Sú staðreynd að við verðum
hissa þegar grunnur breytist í fígúru (eins og á mynd 1) er að mati Rubins
næg staðfesting þess að eftirtekt ráði ekki aðgreiningunni heldur sé um
sérstakt skynferli að ræða.
Rubin varði doktorsritgerðina í júlí 1915. Andmælendurnir, Harald
Høffding og Alfred Lehmann, luku báðir lofsorði á verkið þótt Lehmann
hafi reyndar kvartað undan dulúð (d. mysticisme) í hluta þess: „Sálarfleyið
mitt skelfur,“ bætti hann síðan við með tilvitnun í skáldsögu Rudyards
Kipling, Kim.26
Edgar Rubin var ráðinn lektor í heimspeki við Hafnarháskóla árið
1918. Þegar Lehmann féll frá árið 1921 tók Rubin við stöðu hans og varð
prófessor í sálfræði. Þeirri stöðu gegndi hann til dauðadags, árið 1951.
Í nóvember 1943 flúði hann ásamt fjölskyldu sinni til Svíþjóðar, eins og
nánast allir danir sem áttu rætur að rekja til gyðinga, en sneri aftur til
Hafnar að stríði loknu.
Ritgerð Rubins markaði þáttaskil í skynjunarsálfræði og ekki að undra
að sumt í henni hafi gert Lehmann forviða þar sem nálgun og aðferðir
Rubins voru býsna ólíkar sáleðlisfræðilegri nálgun Lehmanns. Sérstaklega
má ætla að Lehmann hafi þótt hin „fyrirbærafræðilega“ aðferð Rubins,
nákvæm lýsing skynreynslunnar, dularfull. Rubin forðaðist reyndar sjálf-
ur hugtakið fyrirbærafræði – fenómenólógía. Hann var í Göttingen þegar
Edmund Husserl (1859–1938) stóð á hátindi frægðar sinnar og sótti fyr-
irlestra hjá honum. Lærifaðir Rubins, Georg Elias Müller, hafði lítið álit
á Husserl, taldi heimspeki hans Wortklauberei, orðhengilshátt.27 Rubin
25 david Hume, A Treatise of Human Nature (1739–40), david Fate Norton og Mary
J. Norton, ritstj., The Clarendon Edition of the Works of david Hume, Oxford:
Oxford University Press, 2007, bls. 32.
26 Berlingske Tidende, 8.7/1915, kvöldútgáfan, bls. 3. Tilvitnun Lehmanns er sótt í 14.
kafla Kim, „the boat of my soul staggers“.
27 Herbert Spiegelberg, Phenomenology in Psychology and Psychiatry, Evanston, Illinois:
Northwestern University Press, 1972, bls. 34.
JÖRGEN L. PINd