Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 121
121
í skyrtuerminni?“43 Þetta minnir óneitanlega á viðbrögð Lehmanns við
doktorsritgerð Rubins, Lehmann fannst margt „dularfullt“ í henni.
Árið 1923 birti Wertheimer eina þekktustu grein sína þar sem hann
fjallaði um „lögmál“ skynheilda. Upphafsorð greinarinnar eru athygl-
isverð:
Ég stend við glugga og sé hús, tré, himin.
Og get nú, af fræðilegum ástæðum, freistað þess að telja og sagt sem
svo … 327 birtustig (og litbrigði).
(Hef ég „327?“ Nei; Himinn, hús, tré; og enginn getur haft „327“
sem slík.)
…
Eða, tvö andlit, kinn við kinn. Ég sé annað (með „57“ birtustigum),
hitt (með sínum „49“): ekki með skiptingunni 66 plús 40 eða 6 plús
100.
Kenningar sem krefjast þess að ég sjái „106“ hafa verið festar á blað
en ég sé tvö andlit.
…
Eða: Ég heyri laglínu (17 tónar!) með undirspili (32 tónar!). Ég
heyri laglínuna og undirspilið, ekki einfaldlega „49“ og alls ekki 20
plús 29.44
Grein Wertheimers er einbeitt gagnrýni á hina klassísku skynjunarsálfræði
sem leit á skynjun þannig að hún yrði þegar einstökum skynhrifum (sem
Wertheimer vitnar til með tölum sem hann dregur eins og upp úr hatti) er
raðað saman með „og-tengingum“ (þ. und-Verbindungen). En skynjun, að
mati Wertheimers og annarra fylgismanna skynheildastefnunnar, verður
einmitt ekki fyrir tilstilli slíkra „og-tenginga.“ Skynheildirnar eru sjálf-
stæðar í skynjun, ekki gerðar með því að raða saman skynhrifum. Talnaleik
Wertheimers í tilvitnuninni að ofan er augljóslega beint gegn Titchener.
Þegar kom að áttunda þingi þýskra tilraunasálfræðinga árið 1923
var skynheildastefnan orðin ráðandi í hinum þýskumælandi heimi.
Bandarískur sálfræðingur sem sótti þingið vakti máls á þessu í frásögn sem
hann skrifaði fyrir bandarískt sálfræðitímarit. Þar lét hann þess jafnframt
getið að „nafn eða kenningar Wundts bar ekki á góma í neinum fyrirlestri
43 Wolfgang Köhler, „Gestalt Psychology (1967)“, The Selected Papers of Wolfgang
Köhler, ritstj. Mary Henle, New York: Liveright, 1971, bls. 117.
44 Max Wertheimer, „Untersuchungen zur Lehre von der Gestalt, II“, Psychologische
Forschung, 4/1923, bls. 301, þýð. mín.
„SÁLARFLEYIð MITT SKELFUR“