Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 124
124
A. Ruckmick, prófessors í sálfræði við háskólann í Iowa: „Ég er andvígur
því að færa hugtökin fígúra og grunnur út fyrir svið sjónskynjunar“ – og
bætti síðan við: „ég er algerlega óháður sálfræðingum skynheildastefnunn-
ar og tilheyri ekki neinum [sálfræði]skóla“.54
Vasi Rubins
Hugmyndir Rubins um fígúru og grunn eru sígildar innan sálfræðinnar og
eiga fullt erindi í nútímahugfræði. Líklega skiptir hér ekki litlu máli hversu
víðþekkt mynd hans, Vasi Rubins, hefur orðið. Margar myndir eru til úr
skynjunarsálfræðinni sem sýna mismunandi gerðir tvíræðni en sennilega
er mynd Rubins þeirra þekktust. Hvernig ætli standi á því?
Hér kemur vafalítið margt við sögu en eflaust er meginatriðið það
að myndin sýnir með einkar sláandi hætti aðgreiningu lifandi og lífvana
hluta, aðgreiningu sem skiptir höfuðmáli í allri hugarstarfsemi manns-
ins og merkingarminni.55 Andlitin eru lifandi, vasinn lífvana. Enn fremur
er þess að geta að vasinn sem skilur sundur andlitin er ekki alveg sam-
hverfur, hefur ekki á sér það yfirbragð að hann sé vélgerður samkvæmt
„gæðastaðli“; hann er eilítið skakkur – rétt eins og hann hafi verið snúinn
af manna höndum. Loks má svo geta atriðis sem líklega var eldri kynslóð
sálfræðinga ljóst þótt það sé ekki eins eftirtektarvert nú þegar myndin er
orðin jafn kunn og raun ber vitni. Þegar fólk sér myndina í fyrsta sinn sjá
flestir aðeins vasann, síður andlitin tvö; stundum þarf að ýta við fólki til að
það komi auga á andlitin (það átti meðal annars við um marga af þátttak-
endum Rubins, eins og hann nefnir í doktorsritgerð sinni). Að þessu leyti
getur myndin fært okkur tilfinningu fyrir því hvernig það er að þjást af
sjónrænni sálarblindu (e. visual agnosia).56
Andlitin sem virðast horfa af athygli hvort á annað leiða einnig huga
okkar að mikilvægi náinna tengsla milli tveggja manneskja, eins og skáld-
konan April Lindner orti um í ljóðinu sem vitnað var til í upphafi grein-
arinnar. Vasi Rubins hefur ekki bara orðið skáldi að innblæstri. Margir
myndlistarmenn hafa gripið þennan þátt í mynd Rubins og túlkað hana
54 Edgar Rubin til Christian A. Ruckmick, 24.8/1931, Skjalasafn Hafnarháskóla, skjöl
Edgars Rubin, 2767, Rigsarkivet, Kaupmannahöfn, þýð. mín.
55 Um aðgreiningu lifandi og lífvana hluta í merkingarminni er fjallað víða, sjá til
dæmis Alan Baddeley, Michael W. Eysenck og Michael C. Anderson, Memory,
Hove: Psychology Press, 2009, einkum bls. 121–125.
56 Wolfgang Metzger benti meðal annars á þetta, Laws of Seeing, Cambridge, MA:
MIT Press, 2006 [1936], bls. 3.
JÖRGEN L. PINd