Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 129
129
Hann sneri spurningunni um það hvernig við getum þekkt heiminn rétti-
lega yfir í að spyrja eftirfarandi spurningar: Hvers eðlis þurfum við að vera
til þess að við skynjum heiminn á þann hátt sem við gerum? Hvað skynj-
unina og skilninginn varðar hélt Kant því fram að hugmyndin um hlut-
inn, eða táknmyndin um hann, gerði hlutinn mögulegan en það væri ekki
hluturinn sem gerði hugmyndina um sjálfan sig mögulega. Með þessu átti
Kant við að hugurinn sé virkur í skynreynslu, ekki óvirkur viðtakandi hug-
mynda. Erfitt kann að vera að skilja þessa hugmynd, því okkur finnst við
að jafnaði sjá það sem er „þarna úti”. Til að sjá þurfi aðeins að opna augun
þar sem við sjáum „með augunum”.
Mynd 1. Tvíræðar og ómögulegar myndir. Efst til vinstri má sjá útleggingu Pet-
ers Tse7 á andlitsvasamynd Edgars Rubin þar sem sjáum ýmist vasa eða óskilgreint
form sem virðist umvefja sívalning. Efst til hægri er Necker-kubburinn þar sem
tvær mögulegar túlkanir eru til í þrívídd. Neðst er Penrose-þríhyrningurinn.
Auðvelt er samt að sýna fram á að það sem við skynjum sé hugarsmíð
sem tekur upplýsingar sem berast okkur um skynfærin sem efnivið sem
skilningurinn spinnur úr efnismeira klæði. Einföldustu dæmin um þetta
eru efalítið tvíræðar myndir þar sem skynjunin skiptir á milli forgrunns
og bakgrunns, svo sem þegar við skynjum vasa eða andlit8 og skynjunin
skiptir að því er virðist ósjálfrátt á milli túlkananna tveggja. Skemmtilega
7 Peter Tse, „Illusory volumes from conformation“, Perception 27/1998, bls. 977–
994.
8 Sjá Edgar Rubin, Visuell wahrgenomme Figuren, København: Gyldendalske Bog-
handel, 1921.
ÞEKKINGARFRÆðI KANTS