Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 130
130
útfærslu á þessu má sjá á mynd 1 þar sem skynjunin skiptir á milli þess
að sjá vasa og óskilgreint þrívítt form sem umlykur sívalning. Einnig má
nefna Necker-kubbinn (einnig á mynd 1) þar sem skynjun okkar skiptir
á milli kassa sem stendur á borði og kassa sem virðist festur á vegg fyrir
aftan hann. Þessi dæmi sýna að það sem við sjáum er að stórum hluta til-
búningur hugans. Áreitin eru túlkuð og metin af vitsmununum. Þegar um
tvíræðar myndir er að ræða getur skynsemin skipt milli tveggja túlkana án
þess að komast að endanlegri niðurstöðu. Penrose-þríhyrningurinn,9 sem
einnig má sjá á mynd 1, er dæmi um það hvernig sjónkerfið leitast stöð-
ugt við að komast að niðurstöðu, jafnvel þegar engin skynsamleg túlkun
á myndinni er til. Sálfræðingurinn Guðmundur Finnbogason10 hafði rétt
fyrir sér þegar hann sagði að hugur réði hálfri sjón.
Mynd 2. Myndir þar sem við sjáum eitthvað sem ekki er til staðar. Hugur okkar
smíðar úr hráefninu kúlu (á myndinni til vinstri) og súlu sem manneskja klífur
(á myndinni til hægri).11
Enn eitt dæmið um hlutverk hugans í sjónskynjun er þegar við skynjum
hluti sem eru þó ekki til staðar. Sýnidæmi á mynd 2 eru til marks um það.
Annað dæmi af svipuðu tagi, þar sem hugurinn býr til ferning sem ekki er
til staðar, má sjá á mynd 3.12
9 L.S. Penrose og R. Penrose, „Impossible objects: A special case of visual illusion“,
British Journal of Psychology 49/1958, bls. 31–33.
10 Sjá t.d. Jörgen Pind, Frá sál til sálar, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 2006.
Greinasafn um Guðmund Finnbogason sem Jóhann Hauksson ritstýrði heitir
Hugur ræður hálfri sjón, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1996.
11 Fengið úr Peter Tse, „Illusory volumes from conformation“.
12 Höfundur myndar er Árni Kristjánsson.
áRni KRiStjánSSon