Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 140

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 140
140 ungagap væri milli þeirra upplýsinga sem finna má í ljósinu sem berst skynfærunum og þeirrar þekkingar um heiminn sem við öðlumst með skynjun. Þarna enduróma hugmyndir Kants þar sem gert er ráð fyrir að meira sé í höfðinu á okkur en reynslan setur þar inn. Helmholtz setti í kjölfarið fram kenningu um ómeðvitaðar ályktanir (þ. unbewusster Schluss) sem væru óaðskiljanlegur hluti af skynferlinu og endurspegluðu reynslu ein- staklingsins af skynheiminum. Helmholtz ályktaði að sjónskynjunin leiddi til þeirrar útkomu sem líklegust væri til að vera rétt við tilteknar aðstæður. Gustav Theodor Fechner lagði grunninn að því sem í dag er kallað sáleðlisfræði (e. psychophysics). Viðfangsefni sáleðlisfræðinnar eru tengslin milli ytri áreita og þeirra skynhrifa og skynjana sem þau vekja. Að mati Fechners eru hugartækin því ekki mælar á magn, en jafnframt skiptir sam- hengið sem áreitin birtast í máli. Fechner áleit að minnsta greinanlega muninn á milli tveggja áreita (t.d. hvað þarf að kveikja á mörgum kertum til viðbótar þeim sem fyrir eru til þess að birtumunur sjáist) mætti nota sem huglæga mælieiningu. Merkasta framlag Fechners er líklega að hafa sýnt fram á að unnt væri að mæla og magnbinda sálfræðileg fyrirbrigði eins og verkan hugartækja þeirra sem Kant fjallaði um. Í upphafi 20. aldar komu fram áhrifamiklar kenningar skynheildasál- fræðinnar (e. Gestalt Psychology), sem líkt og sáleðlisfræði Fechners var undir sterkum áhrifum frá þekkingarfræði Kants. Skynheildasálfræðingarnir lögðu áherslu á að heildin væri annað og meira en summa partanna. Við skynjum heiminn á tiltekinn fyrirfram gefinn hátt sem ákvarðast af hóp- unarlögmálum sem við höfum enga meðvitaða stjórn á.40 Áhrif Kants á skynheildasinna koma meðal annars fram í þeirri áherslu sem þeir leggja á að við séum með tiltekinn fyrirfram gefinn tækjabúnað til skilnings á heiminum.41 Gott dæmi um hugsunarhátt skynheildasinn- anna er áhugi þeirra á sýndarhreyfingu, sem birtist t.d. í kvikmyndum. Kvikmyndir eru samsafn stillimynda sem „límdar“ eru saman í huganum. Þar skynjum við einnig hreyfingu sem ekki finnst í áreitinu. Út frá þess- um hugmyndum komust skynheildasinnar að þeirri niðurstöðu að einföld greining á áreitunum dygði aldrei til þess að útskýra skynjun. 40 Gaetano Kanizsa, Organization in Vision: Essays on Gestalt Perception, New York: Praeger Publishers, 1979. 41 Kurt Koffka, Principles of Gestalt Psychology, New York: Harcourt, Brace & World Inc, 1935. áRni KRiStjánSSon
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.