Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 142
142
í skynjun væru ekki niðurstaða samlagningar einstakra hluta og eiginleikar
hlutanna sem við sjáum réðust af þeirri heild sem þeir tilheyra.
Af seinni tíma kennismiðum um sjónskynjun eru Irvin Rock, Richard
Gregory og david Marr44 taldir fremstir meðal jafningja. Allir ganga þeir
út frá því að í sjónskynjun felist gagnaúrvinnsluvandamál, þar sem skyn-
semin leggur mat á þær upplýsingar sem berast um augað.
Samantekt
Ein meginkenning Kants er að við fæðumst með tiltekinn búnað til skiln-
ings á heiminum. Við höfum meðfædda tilhneigingu til þess að skynja
orsakasamhengi, og rúm og tími eru meðfædd hugartæki sem móta skyn-
reynslu okkar. Við fellum dóma um rúm og tíma, orsök og afleiðingu,
vegna þess að við komumst ekki hjá því. Kant hefur oft verið stillt upp
sem andstæðingi reynsluhyggjunnar og er margt rétt í því. Kant færði
fyrir því sannfærandi rök að reynsluhyggjumenn eins og Hume, Locke og
atferlissinnar – þar með taldir atferlissinnar 20. aldar – hefðu í grundvall-
aratriðum haft rangt fyrir sér. Þeir hefðu haft rangt fyrir sér um hvert við-
fangsefni þekkingarfræðinnar ætti að vera og einnig um eðli hugarstarfs.
Reynsluhyggjan byggir á einfaldri hugmynd og því kemur ekki á óvart
að hún hafi heillað marga. En reynsluhyggjan gerir sig iðulega seka um
rökvilluna petitio principii þar sem í slíkum kenningum gefa menn sér oft
fyrirfram það sem sanna á, eins og í dæminu um hinn óútskýrða „náms-
tæknibúnað“ sem áður var getið. Að sjálfsögðu er fánýtt að afneita áhrifum
reynslu á skynjun en þó virðist enn fráleitara að halda því fram að skynjun
okkar á heiminum sé afleiðing þess sem berst okkur um skynfærin eftir að
við opnum fyrst augun.
Þó ekki megi afneita áhrifum reynslusinna eins og Hobbes, Berkeleys,
Lockes og Humes á hugmyndir atferlissinna á borð við Skinner og Watson,
eru langflestir skynjunarfræðingar líklegri til þess að samsama sig hug-
myndum Kants. Spurning Kants um hvað færi okkur hugmyndina um
nauðsyn eða orsök ef við höfum þekkingu á hlutunum og tengslunum
milli þeirra í rúmi, virðist erfið fyrir reynsluhyggjuna. Þegar ég horfi á
knattspyrnumann hlaupa í átt að bolta og spyrna þéttingsfast í hann, hef
ég vitaskuld mýmörg dæmi um að boltinn þjóti af stað af krafti. En ég hef
44 Irvin Rock, The Logic of Perception, Cambridge, MA: The MIT Press, 1983; Rich-
ard L. Gregory, Eye and Brain: The Psychology of Seeing (5. útg.), Oxford: Oxford
University Press, 1998; Marr, Vision, 1982.
áRni KRiStjánSSon