Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 144
144
með heilanum. Hvað sem því líður fjallar meginhugmyndin hér um sértæk
hugartæki sem hafa mismunandi hlutverk. Slík tæki eru bein arfleifð þekk-
ingarfræðilegra uppgötvana Immanuels Kant.
Ú T d R Á T T U R
Þekkingarfræði Kants í kenningum samtímans um sjónskynjun
Kenningar Immanúels Kant hafa haft gríðarmikil áhrif í þekkingarfræði og sálfræði.
Hér er fjallað um áhrif Kants á samtímakenningar um sjónskynjun. Áhersla Kants á
meðfæddan búnað sem mótar hvernig við skynjum heiminn leikur þar meginhlut-
verk. Í slíkum kenningum er miðað við að sjónskynjun endurspegli þróun tegund-
anna. Gert er ráð fyrir að meðfæddur búnaður okkar til skilnings á heiminum gefi
vísbendingar um þróun sjónkerfisins. Sjónkerfið býr yfir sértækum hugartækjum
sem hafa hvert sitt sérsvið í úrvinnslu sjónáreita. Kant hafnaði eindregið skýringum
atferlisstefnunnar á skynjun, en sú stefna er oft kennd við breska reynsluhyggju-
sinna, Locke, Hume og Berkeley biskup. Þetta kemur fram í kenningum samtímans
um skynjun þar sem gert er ráð fyrir því að árþúsunda þróun birtist í skynjun okkar
á heiminum.
Lykilorð: Kant, sjónskynjun, hugartæki, rökhyggja, túlkun skynáreita
A B S T R A C T
Kant’s epistemology in contemporary theories of visual perception
The influence of Immanuel Kant on cognitive science is enormous. The aim here is
to investigate the inspiration that modern theories of visual perception have taken
from his ideas. Kant’s emphasis on innate mental tools for understanding the world
resonates strongly in modern theories of perception. Kant also strongly rejected
behavoristic explanations of vision, or explanations from learning theory, such as
those connected with the British empiricists. His opinion was that a viable theory
of perception and cognitive function more generally would never be plausible with
such premises. This is echoed in modern theories with their emphasis on native
abilities for visual processing whose rules are shaped by evolution. Modern theories
postulate that our minds contain modules that each have their own role in deter-
mining how perception operates. Kant’s influence is particularly strong on this way
of thinking about vision and cognition.
Keywords: Kant, vision, mental modules, rationalism, perceptual interpretation
áRni KRiStjánSSon