Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 145
145
Ritið 3/2012, bls. 145–162
Matthew Whelpton
Hugræn merkingarfræði og
útkomusetningar
1. Inngangur
dæmið í (1) hér að neðan sýnir útkomusetningu (e. resultative, sbr. Halliday
1967).
(1) Járnsmiðurinn barði málmplötuna flata.
Þessi setning lýsir athöfn (járnsmiðurinn að berja málmplötuna) sem leiðir
til útkomu (málmplatan er flöt): aðalumsögnin í setningunni, sögnin berja,
lýsir athöfninni en sagnfylling, lýsingarorðið flatur, lýsir útkomunni.
Í þessari grein leiði ég rök að því að útkomusetningar (sbr. Whelpton
2006, 2010) verði best greindar í ljósi kenninga hugrænna málvísinda
(Croft 1991; Croft og Cruse 2004; Langacker 1987, 1990, 2008) þar sem
gert er ráð fyrir því að málfræðiform ráðist m.a. af merkingu og hug-
taksgerð (e. conceptualisation); það gengur þvert á formfestukenningar
Chomskys (Chomsky 1995a, 1995b) þar sem málfræðireglur eru taldar
hreinar formreglur en merkingin kemur einungis við sögu í túlkun.
Tvö hugtök úr hugrænum málvísindum eru sérstaklega mikilvæg í
þessari umfjöllun. Í fyrsta lagi er það hugtakið framdráttur (e. profiling)
(Langacker 1987, 2008): sú hugmynd að tiltekið atriði í máli hafi ekki
merkingu eða vægi eitt og sér, heldur aðeins í hugrænu samhengi sínu.
Í þeirri umfjöllun um útkomusetningar sem hér fer á eftir færi ég mér í nyt
hugmynd Crofts (1991, 2012) um það hvernig ólíkir hlutar atburðakeðju
séu dregnir fram. Í öðru lagi er það hugtakið mynsturgerð (e. construal)
(Langacker 2008; Croft og Cruse 2004; Croft 2012): sú hugmynd að hug-
ræn framsetning á tilteknu sjónarmiði á veruleikann geti verið með fleiri
en einum hætti. Mynsturgerð er hér notuð til að útskýra að íslenskir mál-