Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 147
147
verulegt frumlag á öllum stigum setningarmyndunarinnar. Sagnir af þessu
tagi (venjulegar áhrifslausar sagnir) eru oft kallaðar óergatífar sagnir (e.
unergatives).
Simpson (1983) notar þessa greiningu til að útskýra mun sem kemur
fram í myndun útkomusetninga með sögnum úr þessum tveim flokkum.
Þolfallsleysingjar mynda útkomumynstur einfaldlega með því að bæta við
útkomusagnfyllingu, eins og í (6); beint andlag er hér ótækt, jafnvel þótt
það sé afturbeygt fornafn, eins og sýnt er í (7).
(6) The juice froze solid.
(7) *The juice froze itself solid.
Þetta er skiljanlegt ef gert er ráð fyrir því að the juice sé í raun beint andlag
í baklægri gerð setningarinnar og því geti lýsingarorðið solid staðið með
því. Á hinn bóginn geta óergatífar sagnir ekki staðið í útkomusetningum af
þessu tagi, eins og sýnt er í (8), heldur verða þær að hafa beint andlag, sem
er venjulega afturbeygt fornafn, eins og í (9).
(8) *John screamed hoarse.
(9) John screamed himself hoarse.
(10) *John screamed himself.
Þetta er sérstaklega eftirtektarvert ef haft er í huga að scream getur ekki
tekið með sér afturbeygt fornafn sem andlag, eins og sýnt er í (10). Þetta
virðist vera setningafræðileg frekar en merkingarfræðileg hamla, því í (9) er
aðeins einn aðili að öskrinu og hæsinu en engu að síður verður þar að vera
sérstakt beint andlag. Simpson leggur því til að útkomusagnfyllingar verði
að hafa beint andlag sem undanfara; Levin og Rappaport Hovav (1995)
kalla þessa tillögu hömlu beinna andlaga (e. Direct Object Restriction).
Settar hafa verið fram aðrar skýringar á þolfallsleysi, sem skírskota
til merkingar (sjá Van Valin 1990), og ýmsir málfræðingar hafa vefengt
gildi tilgátunnar um hömlu beinna andlaga (sbr. Verspoor 1997; Wechsler
1997; Rappaport Hovav og Levin 2001). Allar merkingarfræðilegar skýr-
ingartilraunir eru þó berskjaldaðar fyrir gagnrýni, geti þær ekki gert grein
fyrir afturbeygðum andlögum með óergatífum sögnum í útkomusetning-
um. Rappaport Hovav og Levin (2001) setja fram skýringartilgátu á þess-
um nótum, innan hugtakakenningar um merkingu orða (e. conceptual lex-
HUGRÆN MERKINGARFRÆðI OG ÚTKOMUSETNINGAR