Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 152
152
Það er líka dæmigert að lýsingarorð sem samsvara fastur gera setningarnar
betri í öllum germönsku málunum. Raunar sýna dæmi úr þýsku áhuga-
verðan möguleika á metafórískri útvíkkun sem kann að tengja íslenska
kerfið við það enska.
Leit að þýska orðastrengnum fest gefroren í Google gaf 5.690 niður-
stöður. Lausleg könnun bendir til þess að í flestum þeirra séu vensl á milli
sagnar og lýsingarorðs svipuð og í íslensku, ýmist með ytri venslum milli
hlutar og samhengis, eins og í (37), eða með innri venslum á milli sam-
tengdra hreyfanlegra hluta, eins og í (38).
(37) Abbildung 9.6a zeigt, dass die gekühlte Katheterspitze so im
Wasser fest gefroren ist, dass man das Glas mit dem Katheterschaft
anheben kann.2
(38) Zu allem Überfluss ist auch noch die Handbremse fest gefroren,
so dass an fahren auch nicht zu denken war.3
Sum dæmi virðast þó hafa eiginleikamerkingu.
(39) dein schönes Foto macht wirklich Freude; hier bei uns ist die Erde
noch fest gefroren und kein Frühjahrsblüher läßt sich blicken.4
Í þessu tilviki hefur jörðin þann eiginleika að vera í föstu formi (eðlileg
ensk þýðing væri „the earth is still frozen solid“). Það er augljóslega eðlileg
metafórísk leið frá leiðslunni sem frýs í vatninu (ytri vensl milli tveggja
hluta), um handbremsuna sem frýs (innbyrðis vensl milli tveggja tengdra
hreyfanlegra hluta) og til jarðarinnar sem frýs (innbyrðis vensl milli agn-
anna sem hún er gerð úr). Í þýsku er því unnt að nota fest í venslamerkingu
sem skarast við aðstæður sem í ensku er eðlilegt að lýsa með lýsingarorði
með hreina eiginleikamerkingu. Í ensku virðist hafa verið alhæft út frá
slíkum tilvikum þannig að lýsingarorð með eiginleikamerkingu séu í aukn-
um mæli höfð um lokaástand af þessu tagi. Frosin jörðin er þá ekki skilin
sem safn agna sem eru óhreyfanlegar miðað við hver aðra, heldur sem
heild, hlutur í föstu formi. Þetta þýðir að unnt er að nota lýsingarorð sem
merkja eiginleika, eins og solid og hard, með sögnum eins og freeze í ensku.
2 Sjá: books.google.com/books?id=3dAeLOxB1RsC. Sótt 17.4.2009.
3 Sjá: www.coldplaying.com/forum/showthread.php?t=18740&page=480. Sótt
17.4.2009.
4 Sjá: www.flickr.com/photos/71015858@N00/3249813841/. Sótt 17.4.2009.
MatthEW WhElPton