Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 155
155
arnir sem verða til þegar saxað er: setningin merkir eitthvað á borð við
„hann saxaði hvítlaukinn þangað til bitarnir sem urðu til voru grófir að
stærð og lögun“. Það felur í sér að útkomulýsingarorðið á ekki við beint
andlag sagnarinnar, heldur afrakstur verknaðarins sem er fólginn í merk-
ingu sagnarinnar sjálfrar. Þetta þýðir að lýsingarorðið gegnir í aðalatriðum
sama hlutverki og atviksliður. Beygingarsamræmi er því háð hugtaksmerk-
ingu sagnarinnar.
Skýringar hugrænnar merkingarfræði á þessu fyrirbæri verða svo enn
álitlegri í ljósi þess að dómar málhafa um samræmi og samræmisleysi eru
misjafnir; það bendir til þess að ólíkar mynsturgerðir séu hér að verki.
Whelpton (væntanlegt) kannaði dóma um atriði sem tengjast samræmi á
tvo vegu.
Í fyrsta lagi var þátttakendum gefinn kostur á að velja þá mynd lýsing-
arorðsins sem þeim fannst eiga betur við, þ.e. með eða án samræmis, eða
hvort tveggja.
(49) Að steikja læri í ofni...
(50) Malaðu piparkornin fín/fínt og
(51) ...taktu síðan hvítlauk, saxaðu hann grófan/gróft...
(52) Taktu smjörklípu, hrærðu hana lina/lint...
Hér er verið að kanna hver er eðlilegasta eða hlutlausasta leiðin til að lýsa
þeim aðstæðum sem um er að ræða. Niðurstöðurnar eru sýndar í töflu 1
(Whelpton væntanlegt: tafla 25.1).
Samræmi (%):
fín, grófan, lina
Ekki samræmi (%):
fínt, gróft, lint
Bæði (%)
a. Malaðu piparkornin
fín/fínt og nuddaðu ...
16 81,3 2,7
b. taktu ... hvítlauk, saxaðu
hann grófan/gróft ...
23,1 72,6 4,3
c. Taktu smjörklípu, hrærðu
hana lina/lint ...
88,6 9,6 1,8
Tafla 1: Heildarniðurstöður sem sýna dóma um beygingarsamræmi
eða samræmisleysi útkomulýsingarorða með mala, saxa og hræra.
Tvennt vekur einkum athygli hér. Í fyrsta lagi eru dómarnir afgerandi:
mjög fáir þátttakendur velja báða möguleikana þótt þeir eigi þess kost.
Í öðru lagi styðja niðurstöðurnar flokkun sagna í umbreytingarsagnir
HUGRÆN MERKINGARFRÆðI OG ÚTKOMUSETNINGAR