Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 156
156
(saxa, mala) og sagnir sem merkja athöfn sem felur ekki í sér umbreytingu
(hræra). Með sögninni hræra er rík tilhneiging til að velja fremur lýsing-
arorð sem samræmist andlagsnafnorðinu. Með sögnunum saxa og mala
er lýsingarorð án beygingasamræmis hins vegar tekið fram yfir, enda þótt
menn sætti sig við sambeygðu myndina upp að vissu marki. Síðastnefnda
atriðið gerir dómana úr seinna prófinu enn áhugaverðari.
Í seinna dómaprófinu urðu þátttakendur að meta hvort setningar með
sambeygðu lýsingarorði sem sýnir beygingarsamræmi væru tækar eða
ekki.
(53) T2057 Stundum malar hún kaffibaunirnar mjög fínar.
(54) T2067 Hann saxar hvítlaukinn mjög grófan og steikir hann á
pönnu.
(55) T2077 Hún hrærir smjörklípuna lina og setur hana út í grautinn.
Í þessu tilviki er ekki gefinn kostur á samræmisleysi (Whelpton vænt-
anlegt: tafla 25.2).
Setning Já (%) ? (%) Nei (%)
a. T2057
(malar fínar)
Stundum malar hún
kaffibaunirnar mjög fínar
53,7 19,3 27
b. T2067
(saxar grófan)
Hann saxar hvítlaukinn mjög
grófan og steikir hann á pönnu
58,5 18,3 23,2
c. T2077
(hrærir lina)
Hún hrærir smjörklípuna lina og
setur hana út í grautinn
66,6 20,2 13,2
Tafla 2: Heildarniðurstöður sem sýna dóma um beygingarsamræmi útkomulýsing-
arorða með mala, saxa og hræra.
Það merkilega er að meirihluti þátttakenda samþykkti allar setningarnar
þótt þær séu greinilega á mörkum þess að teljast tækar. Í ljósi þess hve
dómarnir í töflu 1 voru afgerandi vekja dómarnir í töflu 2 nokkra undr-
un. Þótt lýsingarorð án beygingarsamræmis hafi notið mun meiri hylli
með sögnunum saxa og mala, sýna dómar um sambeygð lýsingarorð furðu
mikið umburðarlyndi. Eins og ég hef rökstutt annars staðar (Whelpton
væntanlegt), geri ég ráð fyrir því að þetta endurspegli ólíka kosti í mynst-
urgerð sem þessar sagnir eiga völ á. Þótt beinast liggi við að mynsturgera
þessa atburði sem umbreytingar upphaflegs hlutar í smærri parta, er líka
hægt að þvinga fram aðra mynsturgerð þar sem eiginleikinn sem lýsing-
MatthEW WhElPton