Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 157
157
arorðið táknar er eignaður beina andlaginu þegar það er túlkað sem safn-
heiti, á hliðstæðan hátt og í (56).
(56) Hvítlaukurinn er frekar grófur. Saxaðu hann aðeins meira!
Þetta er ekki eðlilegasta mynsturgerðin en setningin er þó ekki formlega
ótæk. Þá er ekki síður sérkennilegt hve lágt hlutfall þátttakenda samþykkir
sambeygt lýsingarorð með sögninni hræra, í ljósi þess að í töflu 1 nýtur
sambeygða lýsingarorðið mun meiri hylli. Ég vísa enn í greinargerð mína
á öðrum vettvangi (Whelpton væntanlegt) þar sem færð eru rök fyrir því
að þessi staðreynd tengist virkni. Tiltekin lýsingarorð eru virk í myndun
útkomusetninga með sögnum af ákveðnum flokkum (t.d. hás með sögnum
sem tákna að gefa frá sér hljóð) en mjög er misjafnt hvort lýsingarorð geta
komið fyrir í útkomusetningum. Svo virðist sem lýsingarorðið linur sé
aðeins hálfvirkt í myndun útkomusetninga í íslensku. Þar með komum við
að síðasta atriðinu sem styrkir rökin fyrir greiningu útkomusetninga með
aðferðum hugrænna málvísinda: breytilegri virkni.
6. Virkni
Í inngangi var þess getið að formleg málvísindi gera greinarmun á kjarna-
fyrirbærum, sem eru regluleg og virk, og jaðarfyrirbærum, sem eru alger-
lega óregluleg og verður því að leggja á minnið. Eins og Culicover og
Jackendoff (2005) benda á, er tungumálið þó gegnsýrt af óreglu en óreglan
getur verið af ýmsu tagi, allt frá föstum orðtökum til orðasambanda sem
eru byggð upp á meira eða minna reglulegan hátt, og frá hálfvirkum setn-
ingagerðum eins og útkomusetningum til mjög reglulegra setningagerða
eins og sagnliða með áhrifssögnum. Enda þótt virknin sé mismikil er hún
ekki endilega í óreiðu.
Mynsturmálfræði býður upp á heildstæða framsetningu sem nær jafnt
yfir orð og setningagerðir. Litið er á orð og steinrunnin orðtök sem form
eða röð forma sem tengd eru merkingu; mjög virkar setningagerðir (mynst-
ur) eru röð óhlutbundinna málfræðiatriða sem tengd eru merkingu. Þarna
á milli eru svo mynstur sem hafa að geyma meira eða minna af fastmótuðu
efni. Þess vegna er ekki um að ræða skörp skil á milli reglutegunda að baki
virkra og óvirkra sambanda, og tilvik þar sem virknin er einhvers staðar
þarna á milli falla því eðlilega að heildarkenningunni.
HUGRÆN MERKINGARFRÆðI OG ÚTKOMUSETNINGAR