Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 163
163
Keith oatley
Að skrifaoglesa
Framtíð hugrænna skáldskaparfræða1
Keith Oatley fæddist í Lundúnum, Englandi. Hann hóf háskólanám sitt
við Háskólann í Cambridge og lauk doktorsprófi frá University College,
Lundúnum árið 1965. Oatley hlaut einnig þjálfun í sálgreiningu hjá Ronald
Laing við Philadelphia Association, Lundúnum.
Árið 1967 var Oatley ráðinn lektor í tilraunasálfræði við Háskólann í Sussex
og var þar næstu tvo áratugina. Árin 1986–1990 gegndi hann stöðu prófessors
í sálfræði við Háskólann í Glasgow en þaðan lá leið hans til Kanada. Hann er
nú prófessor emerítus í hugrænni sálfræði við háskólann í Toronto. Prófessor
Oatley er kjörfélagi í Breska sálfræðingafélaginu og í Konunglega kanadíska
vísindafélaginu, Royal Society of Canada.
Fyrstu rannsóknir Oatleys, byggðar á doktorsritgerð hans, voru fram-
kvæmdar í „vélarrúmi“ sálfræðinnar ef mér leyfist svo að segja, fjölluðu um líf-
eðlisfræði hungurs og þorsta. Á níunda áratug síðustu aldar snéri hann sér að
rannsóknum á geðshræringum og tilfinningum og á því sviði hefur hann birt
fjölda greina og bóka sem vakið hafa athygli. Meðal bókanna er mikilsmetin
kennslubók sem víða er notuð, Understanding Emotions. Þriðja útgáfa þeirrar
bókar er væntanleg í upphafi árs 2013.
Síðastliðinn áratug hefur Oatley sinnt rannsóknum á hugrænum og tilfinn-
ingalegum ferlum sem tengjast bókmenntalestri og skrifum. Hér hefur hann
haldið því fram að líta megi á skáldskap sem einhvers konar „hermitilraunir“
(simulations) sem hugurinn framkvæmir. Nýjasta bók hans um þessar rann-
sóknir er nýútkomin hjá Oxford University Press. Auk fræðilegra ritstarfa
hefur Oatley skrifað þrjár skáldsögur sem hafa hlotið ágætar viðtökur.
Ég vona mér fyrirgefist þótt ég endi þessa kynningu á persónlegri athuga-
semd. Hér held ég á fyrstu bók Oatleys, Brain mechanisms and mind, frá árinu
1 Hér er þýdd greinin „Writingandreading: The future of cognitive poetics“ sem
birtist í bókinni Cognitive Poetics in Practice, ritstj. Joanna Gavins og Gerard Steen,
New York/London: Routledge, 2003, bls. 161–185.
Ritið 3/2012, bls. 163–181