Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 165
165
aðrar bækur skrifa ég eigin útgáfu af þeim í huganum. Þegar um er að ræða
bókmenntatexta er höfundarþáttur (e. writing aspect) lestursins jafnvel enn
mikilvægari.4
Hugræn fræði (e. cognitive science) snúast um þekkingu, meðvitaða jafnt
sem ómeðvitaða, hvernig hún er sett fram, hvernig hvorttveggja, manns-
hugurinn og gervigreindin, nýtir sér hana og hvernig koma má skipulagi
á hana í tilteknu skyni. Hugræn fræði eru þverfagleg og aðferðir þeirra
fjölbreyttar (e. multimethodological). Á sama hátt kappkosta hugræn skáld-
skaparfræði að vera víðtæk fremur en sértæk. Þau eiga rætur að rekja til
sálfræði, málvísinda og bókmenntafræði. Svið þeirra er bókmenntir, þar
á meðal textar sem eru lesnir, kvikmyndir og leikrit sem menn horfa á og
ljóðlist sem menn hlusta á.
Bók Aristótelesar, Um skáldskaparlistina, fléttaði saman sálfræði og
bókmenntafræði með hugleiðingum um hvernig bókmenntir verða til.
Sú blanda þjónaði tilgangi hans vel og ég held að það sama eigi við nú
um fyrirætlan hugrænna skáldskaparfræða. Gera má ráð fyrir að framtak
þeirra færi mönnum skilning á því hvernig hugurinn vinnur þegar við
skrifumoglesum bókmenntir og hvernig bókmenntir gefa okkur sem les-
endum innsýn í okkur sjálf, samferðamenn okkar og stöðu bókmennta í
einka- og þjóðlífi.
Sálfræði innan hugrænna skáldskaparfræða byggist ekki einvörðungu á
starfi rannsóknarstofa eða próffræðilegum spurningalistum. Hún tekur til
sálfræði hins daglega lífs og tengsla okkar við aðra, menningar okkar og
ytri aðstæðna. Bókmenntagreining með hliðsjón af hugrænum skáldskap-
arfræðum er að ýmsu leyti ólík þeirri sem fyrr hefur tíðkast í bókmennta-
fræðideildum. Í hugrænnum skáldskaparfræðum látum við okkur starfsemi
hugans skipta meðan við lesum eða skrifum. Við höfum til dæmis áhuga á
metafórum, ekki aðeins sem stílbragði heldur af því að þær vitna um starf-
semi hugans. Um leið og við ræðum um metafóruna getur hún sýnt okkur
hugann í verki, ekki ósvipað þrívíðri mynd í bók um skynjun, mynd sem
dregur fram lögmál þess að menn sjá í þrívídd. Í hugrænum skáldskapar-
fræðum eru umræður um listina og íðina að skrifa ekki aðeins ábendingar
– eins og „sýndu, segð‘ ekki frá“ – sem nýtast til að selja smámunasömum
ritstjóra sögu. Þær beinast að grundvallaratriðum þar sem að skrifaoglesa
gerir okkur kleift að hugsa það sem annars hefði reynst ógjörningur.
4 Roland Barthes, S/Z, London: Cape, 1975.
Að SKRIFAOGLESA