Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 166
166
Þótt ég skrifi um framtíð hugrænna skáldskaparfræða get ég vitaskuld
ekki séð hana ljóslifandi. Þess í stað ætla ég að varpa upp mikilvægum þátt-
um starfs sem búið er að vinna. Svo ég geri líkingu Stockwells úr 12. kafla
bókar hans að minni: Á jaðri kortsins sem hann hefur kannað rækilega má
finna vegarspotta sem enn er unnið að.5 Ég valdi þrjá slíka spotta og skýri
hvert þeir liggja.
Mímesis
Listin festir hið hverfula í sessi. Hún breytir reynslu í greinilega og var-
anlega hluti. Hún varpar ljósi á sambönd sem mönnum gæti reynst erf-
iðara að fá mætur á ef listin sæi ekki um miðlunina.
Hver eru þá tengslin á milli listarinnar og umheimsins? Spurningin
er undirstaða þess sem er kannski stærsti þjóðvegurinn innan landamæra
hugrænna skáldskaparfræða. Hann hefur verið aðalbraut bókmenntafræð-
innar í 2.400 ár og við erum enn að leggja hann.
Aristóteles svaraði spurningunni svo að tengsl textans við umheiminn
væru hið svokallaða mímesis. Philip Sidney túlkaði þessi tengsl í frægu riti,
Defence of Poetry 1595, sem „eftirlíkingu, fölsun eða myndbirtingu“ (e.
imitation, counterfeiting, figuring forth).6 Þýðingar á ensku fóru yfirleitt að
dæmi hans næstu 400 árin. Við mætum sama skilningi þegar Shakespeare,
samtímamaður Sidneys, leggur Hamlet þau orð í munn að markmið leik-
listarinnar sé „að halda upp svo sem eins og spegli fyrir mannlífinu“.7
Hugmyndin er sú að raunsæislistamenn geti sýnt okkur lífið eins og það er
í raun með verkfærum listarinnar.
Það hefur verið auðvelt að gera atlögu að hugmyndinni um mímesis
sem eftirlíkingu eða birtingarmynd (e. representation). Í tíundu bók Ríkisins
barði Platón hana niður, eins og kunnugt er, með þeim rökum að eftirlík-
ing eða birtingarmynd hlutar væri einungis svipur, augljóslega einu þrepi
frá hlutnum sjálfum. Allt frá nítjándu öld hefur tæknin grafið undan þeirri
hugmynd að listin sé birtingarmynd. Ljósmyndir og upptökur á mynd eða
hljóði eru mun nákvæmari eftirlíkingar og afrit en nokkurt listaverk. Auk
5 Peter Stockwell, Cognitive Poetics: An Introduction, London: Routledge, 2002.
6 Philip Sidney, „An Apology for Poetry“, Criticism: The Major Statements, 2. útg.,
ritstj. Charles Kaplan, New York: St. Martin’s, bls. 108–147.
7 William Shakespeare, „Hamlet danaprins“ Leikrit V, þýðandi Helgi Hálfdanarson,
Reykjavík: Heimskringla, 1970, bls. 69.
KEith oatlEy