Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Page 167
167
þess héldu derrida og fylgjendur hans því fram að texti gæti ekki vísað til
neins utan sjálfs síns.8
Raunsæi einkennir enn bókmenntir þótt það hafi fundið sér nýjan far-
veg. Fræðimenn eins og Nuttall og Bloom hafa haldið því fram að allt
frá tímum Shakespeares hafi raunsæi fundið sér nýja staði og tekið til sál-
fræðilegra atriða; dregin sé upp mynd af innri heimi mannlegra tilfinn-
inga og langana þar sem engin myndbandsupptökuvél kemst að.9 Í góðum
bókmenntum er dregin upp mynd af persónum. Abrams heldur því fram,
öfugt við derrida, að það sé í rauninni unnt að vísa jafnt til efnislegra sem
huglægra hluta í máli.10 Hann stingur hinsvegar upp á að tilvísun sé ekki
helsta hlutverk listarinnar heldur að beina athygli: ekki eins og spegill sem
endurvarpar mynd heldur eins og lampi sem lýsir upp.
Ég ætla ekki að halda því fram að menn hefðu komist hjá öllum rök-
ræðum um samband textans við umheiminn ef þeir hefðu skilið mímesis-
hugtak Aristótelesar betur. En ég lít svo á að afritun, eftirlíking og annað
í þeim dúr séu ekki góðar þýðingar á því sem Aristóteles átti við. Framtíð
hugrænna skáldskaparfræða verður bjartari ef við fylgjum þeim vegi sem
Aristóteles ætlaði sér að öllum líkindum að leggja.
Stórskemmtilegar umræður um samband listar og umheims spunnust
af greininni „The Art of Fiction“ (List skáldskaparins), árið 1884, þegar
Henry James færði rök fyrir því að skáldsagan væri „bein eftirmynd lífs-
ins“11 Eftirmynd er skárra orð en eftirlíking en ljóst er að uppruni hug-
myndar James er sá sami og venjulegu þýðinganna, allt frá Philip Sidney.
Grein James var svarað sama ár með annarri sem bar heitið „A Humble
Remonstrance“ (Kurteisleg andmæli). Sú var eftir Robert Louis Stevenson.
Hann segir að skáldsagan sé alls ekki bein eftirmynd lífsins.
Lífið er hryllilegt, takmarkalaust, órökrétt, sviplegt og þungbært;
listaverkið er hins vegar snyrtilegt, takmarkað, sjálfstætt, rökrétt,
flæðandi og vanað. Lífið veður fram með dýrslegri orku, eins og
8 Jacques derrida, Of Grammatology, Baltimore: Johns Hopkins Press, 1976.
9 A.d. Nuttall, A New Mimesis: Shakespeare and the Representation of Reality, London:
Methuen, 1983 og Harold Bloom, Shakespeare: The Invention of the Human, Lond-
on: Fourth Estate, 1999.
10 Meyer Howard Abrams, The Mirror and the Lamp: Romantic Theory and the Critical
Tradition, Oxford: Basil Blackwell, 1953.
11 Henry James, „The Art of Fiction“, The Portable Henry James, ritstj. M.d. Zabel,
New York: Viking, 1951, bls. 1391–1418. Á frummálinu: „a direct impression of
life“.
Að SKRIFAOGLESA