Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Síða 169
169
þar sem við höfum skapað – Guð einn má vita að hve miklu leyti –
þó ekki væri nema hluta af forminu.15
Keats velti fyrir sér sömu hugmynd í ólokna kvæðinu (einu af allra síðustu
ljóðum hans), „The Fall of Hyperion“ (Fall Hýperíons). Hér eru upphafs-
línur ljóðsins.
Öfgamenn eiga sér drauma og úr þeim flétta
paradís fyrir söfnuð; villimaðurinn líka,
úr fleygustu svefnasýnum
hnoðar himinríki; verst þeir hafa ekki
rakið á bókfell eða villt indverskt lauf
skugga hljómþýðar tjáningar,
án upphefðar lifa þeir, dreyma og deyja,
því einn megnar skáldskapurinn að deila draumum sínum.16
Í krafti skrifaoglesturs getum við nútímamenn rakið skugga drauma,
reyndar ekki á bókfell heldur á tölvuskjá. Þannig hlutgerum við þá, svo að
þeir geti sneitt hjá dauðanum, leikið á hið hverfula og kallað fram þanka í
huga margra, á ófáum stöðum, árum saman.
Sögumaðurinn í „Falli Hýperíons“ sofnar fljótlega og virðist svo vakna,
en það er merki til lesenda um að draumferli sé hafið. Hann er staddur í
gríðarstórum helgidómi úr steini þar sem hann hittir skuggaveru sem ávít-
ar hann fyrir að vera draumóramaður:
Aðeins draumóramaðurinn eitrar alla sína daga
og elur meiri ógæfu en syndum hans öllum ber
Keats lauk aldrei við kvæðið en í yngra uppkasti segir skuggaveran dreym-
andanum að ljóðskáld og draumóramenn séu sérdeilis ólíkir: ljóðskáldin
koma heiminum að miklu gagni en draumóramennirnir eru til óþurftar.
Keats reyndist sjálfum kvalræði að greina á milli ljóðskáldsins og draum-
óramannsins og honum entist ekki aldur til að útkljá það mál. En fyrir
okkur, sem hrærumst í hugrænum skáldskaparfræðum, tel ég hugmyndina
um skáldskap og ljóðlist sem draum mun betri en hugmyndina um eft-
irmyndir eða eftirlíkingar af lífinu.
15 Samuel Taylor Coleridge, The Notebooks, ritstj. Kathleen Coburn, London: Rout-
ledge, 1957–1990, bls. 2086.
16 John Keats, The Complete Poetical Works and Letters of John Keats, ritstj. H. E. Sudder,
Boston, MA: Houghton Mifflin, 1899.
Að SKRIFAOGLESA