Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Blaðsíða 173
173
Hvaða líkingu sem þið veljið vona ég að það sé skýrt að mímesis er ekki
eftirlíking. Ef þið endurlesið bók Aristótelesar, Um Skáldskaparlistina, með
metafóruna um drauminn eða hermun í huga og laðið hana fram í hvert
skipti sem orðið er þýtt sem „afrit“, „birtingarmynd“ eða annað í þeim
dúr, sjáið þið að hugmynd af því tagi sem ég hef kynnt, fer nær því sem
Aristóteles átti við. Hver er kjarni harmleiksins? spyr hann. Það er flétt-
an (e. plot), heildarbyggingin sem leggur til mímesis athafnar eða pers-
óna, einkum í krafti athafna þeirra. Ef einhver efnisþáttanna er færður eða
annar settur í hans stað, gengur leikritið í heild sinni ekki upp.
Í framtíðinni munu hugræn skáldskaparfræði kannski fara að dæmi
hugrænna fræða. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru einhverjar helstu
fram farirnar innan þeirra síðarnefndu að menn tóku að fást við sálfræðileg
efni og þá ekki aðeins með tilraunir sem verkfæri, eða já/nei spurningar
um ákveðin atriði í mannlegri hegðun. Hugfræðingar áttuðu sig á því
að það gæti reynst skordýri erfitt að skríða yfir dagblað og segja já eða
nei eftir því hvort stakir dílar væru dökkir eða ljósir, hvað þá – þrátt fyrir
afbragðsminni og ratvísi – að lesa dagblaðið. Maðurinn þarf í ofanálag
einhvers konar samfléttun, eitthvað sem raðar ýmsum örlitlum skilningi
í samstæður, svo að víxlverkun allra hlutanna geti komið í ljós. Og það er
einmitt tölvuhermunin. Í huga okkar sem leggjum stund á hugræn skáld-
skaparfræði verður hliðstæðan ef til vill sú hugmynd að tengsl textans við
umheiminn séu í raun nokkurs konar draumur eða hermun sem lesandinn
smíðar úr partasafninu sem höfundurinn lætur í té.
Tilfinningar, rösur og hið einstaklingsbundna
Annar vegur, sem er um þessar mundir lagður út frá kenningum hugrænna
skáldskaparfræða, tengist hinu einstaklingsbundna og einkum og sér í lagi
tilfinningum. Hugfræðingar litu fram hjá tilfinningum í árdaga fræðanna
en þar hefur orðið breyting á. Tilfinningar eru orðnar áhugaverðasta við-
fangsefni samtímans á sviði sálfræði, hugrænna fræða og taugavísinda.
Svipaða sögu er að segja um hugræn skáldskaparfræði, þar var tilfinning-
um lítt sinnt en það er nú liðin tíð. Ef við tökum skilgreiningu Bruners á
frásögn sem hinu sértæka hugsanaferli tengdu gerendum (e. agents) með
fyrirætlanir sem verða fyrir mótlæti, getum við og ættum að taka með
í reikninginn að í bókmenntum, rétt eins og í lífinu sjálfu, vekur slíkt
Að SKRIFAOGLESA