Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Qupperneq 175
175
eru aðgengilegustu skrifin um tilfinningar innan þessarar hefðar frá mið-
öldum. Þau bárust frá því landsvæði sem nefnist nú Kasmír. Hópur bók-
menntafræðinga, þeirra á meðal Abhinavagupta, hélt því fram að tilfinn-
ingar í bókmenntum væru frábrugðnar þeim sem við upplifum í daglegu
lífi.29 Þeir gerðu ráð fyrir eftirfarandi níu: fyrst er hversdagstilfinningin
nefnd og svo bókmenntahliðstæðan, eða rasa eins og hún er kölluð á sans-
krít:
gleði (hið ástkæra),
hlátur (hið skoplega),
sorg (hið átakanlega eða harmræna),
reiði (hið hamslausa),
hetjuskapur (hið hetjulega),
ótti (hið skelfilega),
andstyggð (hið viðbjóðslega),
undrun (hið furðulega) og
ró (hið friðsæla).
Það er án efa hrein tilviljun að Oatley og Johnson-Laird unnu út frá níu
grunntilfinningum, en sex þeirra voru sambærilegar hinum níu (ást, ham-
ingja, sorg, reiði, ótti og andstyggð). Ósamræmið má rekja til þess að
Oatley og Johnson-Laird gengu út frá nokkrum ólíkum tegundum ástar,
ásamt fyrirlitningu, en gerðu ekki ráð fyrir hetjuskap, undrun eða ró.30
Hugmynd indversku fræðimannanna var sú að vel byggt bókmennta-
verk ætti aðeins að einblína á eina slíka rösu. Það mætti kalla grunninn að
bókmenntagrein eins og ástarsögu, gamanleik eða harmleik. Meginrösu
leikrits eða ljóðs var náð með öðrum rösum, og með því sem þessir fræði-
menn kölluðu skammætt hugarástand eins og úrtölur eða skilning.
Mikilvægt einkenni rasa var að þær gerðu lesandanum kleift að skyggn-
ast betur inn í hina sönnu náttúru tilfinninga og það sem að baki þeim býr.
Tilfinningar gera vart við sig hjá okkur öllum í hversdagslífinu. Við vitum
að þær geta þröngvað sér upp á okkur, ekki ósvipað „garralegum þrumum“
eins og Stevenson orðaði það. Af því að þær eru garralegar, þ.e. málstola,
getur reynst torvelt að skilja þær. Indversku bókmenntafræðingarnir töldu
29 daniel Henry Holmes Ingalls, et. al., The Dhvanyaloka of Anandavardana with the
Locana of Abhinavagupta, Cambridge, MA: Harvard University Press, 1990.
30 Keith Oatley og P.N. Johnson-Laird, „The Communicative Theory of Emo-
tions“.
Að SKRIFAOGLESA