Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.10.2012, Side 176
176
þetta stafa af því að skírskotanir tilfinninga væru óhjákvæmilega huldar
þykkum skrápi sjálfsupphafningar sem við mennirnir eigum til að hjúpa
okkur. Bókmenntatilfinningar eru næstum að öllu leyti eins og hversdags-
tilfinningar, nema þær gefa okkur kost á að upplifa sig á þann hátt að
þær hreyfa fremur við innsæi okkar en (eins og Scheff benti á) að þær
beri okkur annaðhvort ofurliði eða þeim sé sífellt haldið fjarri í tilraunum
okkar til að forðast þær.31 Þessi tengsl tilfinninga og innsæis gætu verið
það sem Aristóteles kallaði kaþarsis og Nussbaum hefur þýtt sem „skiln-
ingsauka“ (e. clarification) eða „hugljómun“ (e. illumination).32
Mikilsverð forsenda þessarar indversku kenningar frá miðöldum er sú
að rithöfundurinn ýti óbeint undir tilfinningar og önnur áhrif sem lestur
hefur á einstaklinga, með kyndingu (e. suggestion), dhvani. Hogan hefur
greint þessa hugmynd út frá hugrænni nútímasálfræði með hliðsjón af
vakningu (e. priming). sem felur í sér að þegar rithöfundur bendir á ákveðið
samhengi verður fjöldi tenginga og merkingarauka til taks í huganum og
hefur bein áhrif á skilning lesandans á textanum.33
Prýðilegt dæmi sem Hogan bendir á má finna í dauðasenunni í lokin á
Hamlet. Hóras segir „Hvíl vært, kæri prins.“34 Þetta kallar fram í hugann
– vekur – mynd af foreldri sem fylgir barni sínu til svefns. Orðin kveikja
djúpstæð hugrenningatengsl og þeim kann að fylgja sterk skynjun okkar af
einkar ljúfum og tilfinningaríkum stundum.
Í hefðbundinni frásagnarfræði er gert ráð fyrir tveimur meginþátt-
um frásagna: formgerð sögunnar (sem rússneskir bókmenntafræðingar
kölluðu fabula við upphaf tuttugustu aldar) og formgerð orðræðunnar,
eða fléttunni (sjuzhet). Söguheimar og hugsmíði þeirra úr vísbendingum
og skírskotunum, sem fengnar eru úr orðræðuformgerð textans, eru oft
og tíðum flókin og jafnvel margræð. Vandlega er fjallað um þessi atriði í
Cognitive Poetics in Practice (Hugræn skáldskaparfræði í raun); Gavins ræðir
þau í tengslum við kenningar um textaheima, Emmott í tengslum við sam-
hengis-rammakenningar og Semino í tengslum við kenningar um hugs-
31 T. J., Scheff, Catharsis in Healing, Ritual and Drama, Berkeley: University of Calif-
ornia Press, 1979.
32 Martha Nussbaum, The Fragiltity of Goodness: Luck and Ethics in Greek Tragedy and
Philosophy, Cambridge: Cambridge University Press, 1986.
33 Patrick Colm Hogan, The Mind and its Stories, Cambridge: Cambridge University
press, 2003.
34 William Shakespeare, „Hamlet danaprins“ Leikrit V, þýðandi Helgi Hálfdanarson,
Reykjavík: Heimskringla, 1970, bls. 138.
KEith oatlEy